Náðu í appið
Gagnrýni eftir:John Carter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott en löng
Þeir sem hafa gaman af þrívíddarmyndum fá ágætis sýningu fyrir peninginn. En þetta er engin Avatar.
Það vantar ekki upp á tæknibrellur og tölvutrikk, en söguþráðurinn er frekar þunnur finnst mér.
Svo er lopinn teygður heldur mikið og liggur við að hann slitnar þegar aumingja Carter er þrábeðinn um að berjast. Aftur og aftur. Og svo enn einu sinni í viðbót og svo bara einu sinni enn til öryggis.
En Nonni er ekkert á þeim buxunum og liggur við vonbrigðum þegar loksins kemur að einhverjum hasar.
Svo er þarna fögur mey sem gengur í gegnum ýmsar mannraunir en klikkar ekki á málningunni og er stífmáluð alla myndina eins og skinka í Kringlunni. Þó þetta sé ævintýramynd þá hefði ekki skemmt fyrir myndinni að krydda hana smá veruleikablæ.
En hún á sína góðu spretti sem gera þetta sæmilega afþreyingu. Húmorinn nær að skila sér og svo er þarna vanskapað hundkvikindi sem hittir vel í mark.
Þetta er dísætt þrívíddakonfekt, puðrað með flórsykri fyrir yngri kynslóðina. .
Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil: Afterlife
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skortir almenna skynsemi
Eins og við var að búast þá er þetta þunnildi ekki til stórræðanna. Verst er hversu kjánaleg hún er.
Þarna flýgur Milla um heiminn án þess svo mikið að prumpa í bensíntankinn.
Heimurinn er allur farinn til fjandans, en samt líta allir út eins og módel á leið í myndatöku. Skjannahvítar tennur, augnmálning og varalitur.

Undirtitill myndarinnar mætti hafa verið.

RESIDENT EVIL
"Common sense aint that common"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Halloween
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að vara við þessarri mynd. Hún er engann veginn fyrir viðkvæmt fólk.

Persónusköpun er mjög góð og því verður myndin þeim mun áhrifameiri. Leikurinn er allur til fyrirmyndar og var þetta allt frekar raunverulegt.

Myndin er svakalega ofbeldisfull og ofsafengin. Það er enginn lognmolla í myndinni. Þegar hléið kom og ég ætlaði fram, þá tók á móti manni sætur ilmur. En þá hafði einhver hlaupið fram í ofboði og kastað upp þrívegis á leiðinni á klósettið. Viðkomandi gæti kannski hafa verið veikur. Og kjökrandi kvenfólkið var kannski bara svona sorgmætt. En það var kjökur og snökt í salnum meirihlutann eftir hlé. Aumingja stúlkan sem sat við hliðina á mér var öll komin upp í sætið og barði sig að utan af taugaveiklun. Bara snilld.

Ég heyrði á tali fólks í kringum mig að þetta ætti að vera bannað innan 18 ára. Ég tek fyllilega undir það.

En ekki misskilja. Myndin er mjög góð og setur markið fyrir aðrar hryllingsmyndir. Fyrir aðdáendur hryllingsmynda þá er þessi möst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
1408
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kannski hjálpar það til að vita ekkert á hvað maður er að fara að horfa, maður verður ekki fyrir vonbrigðum allavega. Þessi mynd fjallar um... tja mann að kljást við drauga fortíðar sem hann hittir inni á hótelherbergi. Ég vill ekki gefa of mikið upp, en þetta er ein af betri draugamyndum sem ég hef séð. Cusak leikur mann sem er svona draugaveiðimaður og skrifar um reynslu sína í bækur. Honum fer hlutverkið vel og var mjög góður í myndinni. Samuel er þarna í einhverju aukahlutverki og spurning hvort hann hafi verið fenginn til að trekkja fólk að. Það þurfti allavega engan stórleikara í hans rullu. Brellurnar voru stórfínar og myndir skapaði drungalegt andrúmsloft eins og almennilegum hrollum sæmir.


Þetta er fín ræma á fyrsta deit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
300
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vissi nánast ekkert um þessa mynd. Sá plakatið utan á Sambíóunum og var alltaf að velta því fyrir mér um hvað þessi mynd væri. Ég varð svo fróðari um myndina degi fyrir frumsýningu.

Trailerinn lofaði góðu og stóð svo við loforðin. Myndin er hreint út sagt æðisleg. Síðast þegar mér leið svona í bíó hlýtur að hafa verið þegar ég var krakki. Hún uppfyllti allt, kom mér á óvart, var sjokkerandi, og ógeðslega falleg, með áherslu á ógeðslega. Bardagaatriðin voru ótrúlega flott og ég segi með sanni að þarna er ein besta mynd sem ég hef séð í lengri tíma og skipar nú eytt af þeim sætum.

Þegar maður kemur út af myndinni þá er maður forvitinn um söguna og langar til að kynna sér þessar persónur nánar. Það er ekki annað hægt en að mæla með þessarri mynd. Hún er æðisleg!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chicken Little
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór með eina 5 ára á þessa kjúklingamynd sem mér sýndist nú alveg temmileg fyrir þann aldurshóp og sú var spennt. Og mér þótti bara gaman af því. Myndin var þó uppfull af bröndurum fyrir fullorðna, og ekki leist mér á það þegar myndin breyttist í War of the worlds. Enda varð litla mín alveg skelfingu lostin. Ég miður mín og steinhissa. Hvað er verið að bjóða litlum krökkum upp á skelfilegar geimverur? Skammist ykkar bara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Sound of Thunder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fékk kjánahroll yfir tæknibrellunum sem voru ekki neinar brellur miðað við gæði þeirra í dag. Sagan lumma. Leikararnir léku illilega af sér. Aðal ógnin í myndinni voru apakettir með hala. Rugl!!! Hefði þessi mynd einhverntímann átt að líta dagsins ljós þá ætti hún að koma út fyrir um 15 árum síðan. Ekki í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Descent
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór í bíó í gær. Fór að sjá mynd sem lítið hefur heyrst af og tók ég eftir henni á veggspjaldi utan á auglýsingaskilti fyrir utan Laugarásbíó. The Descent heitir hún. Ég kynnti mér aðeins söguþráðinn á netinu og fjallar þetta um sex vinkonur, sem eiga sögu saman, sem fara saman í hellaferð. Hellaferðin fer aldeilis úrskeiðis og er gífurlega spennandi að fylgjast með tilraunum þeirra til að finna leiðina út. Eins og þetta hafi ekki verið nægilega skelfilegt þá uppgötva þær verur sem hafast við í hellunum. Þær eru síður en svo vinsamlegar. Vill ég ekki gefa of mikið upp af myndinni annað en ég var svo hissa hversu góð hún var. Hún var svo skelfileg að bíógestir heyrðu eina stelpuna kjökra af hræðslu. Moodbraker því allir fóru að hlæja af henni. Leikurinn var frábær og mæli ég hiklaust með þessari mynd fyrir þá sem hafa taugar í svona ræmur. Fær fullt hús stiga frá mér. Skelfileg!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Doom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór að sjá DOOM. Og þetta var bara sæmilegasta skemmtun. Gaman að sjá hvernig þeir útfærðu leikinn í kvikmynd. Hörku hasar og læti. Það var samt eitthvað sem vantaði. Líklega raunveruleika faktorinn ekki að gera sig þarna. Var ekki nægilega trúverðugt allt saman. Leikurinn eins og við var að búast. En þetta er mjög skemmtileg afþreying. Og aftur, ef þið hafið áhuga á myndum eins og Piano og myndum á æðra menningarstigi, þá er þetta gjörsamlega fyrir neðan ykkar virðingu. Farið frekar í óperuna.Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A History of Violence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Varúð! Þetta er ekki hefðbundin Hollywood sprengju ræma. Ef þið eruð að leita eftir slíku þá látið þetta eiga sig. Þetta er fjölskyldusaga af manni með slæma fortíð. Ég fékk á tilfinninguna að þarna væri verið að reyna að þröngva inn á manni tilfinningunni hvernig manni þætti að hafa búið með glæpamanni og átt með honum börn. Ekkert geðslegt svo sem en myndin er öll mjög yfirveguð hún er ekki Hollywood ýkt og það er líklega það sem fer fyrir brjóstið á mörgum. Vantar allan extra hasar og læti. Mér þótti hún ágætlega leikin. En sagan kannski er ekki að gera góða hluti í bíóinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fantastic Four
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú að segja að ég er hissa á því að þetta góður leikari fari í Paddingtongallan og láti sjá sig í þessarri mynd. Ég er mjög hrifinn af honum í Shield sem spilltu löggunni og hélt nú kannski að þarna væri flott ræma á ferð en vonbrigðin voru mikil.

Þarna er gert of mikið úr aulahúmor og rifrildi tveggja karaktera sem verður þreytandi í lokin. Sagan er klysja og fyrirsjáanleg í alla staði. Leikurinn gegnsær og tæknibrellurnar merkilega illa gerðar sumarhverjar, sértstaklega gúmmíkarlinn, en mér ofbauð hvernig tölvugrafíkinni var misboðið þarna. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað betra við þetta efni en þetta. Ég vill ekki vera neikvæður, en þetta verður bara að koma fram. Ekkert nýtt á ferðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla nú ekki að dæla yfir ykkur ritgerð um þessa mynd. En varúð hún er lööööng. Hún er 3 og hálfur tími. En hún fyllir gjörsamlega út í þessa tíma. Fyrir þá sem eru á hraðferð geta séð fyrir-hlé en það jafnast á við heila bíómynd, það sem fylgir á eftir er bara kremið á kökuna. Þetta er frábær mynd sem þó er ekki gallalaus, en til þess að skemma ekki myndina fyrir fólki ætla ég ekki að telja þá upp hér. Mæli ég eindregið með myndinni. Verst að nú eru Lord of the Rings jólin búin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cabin Fever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá þessa mynd í Kringlubíói. Kannski skemmdu drukknir unglingar fyrir mér myndina en mér fannst hún ekki eins góð og verið hefur látið. Í fyrsta er söguþráðurinn stuttur og þunnur. Persónusköpun eins léleg og þær gerast. Öllum var sama um þær. Hinsvegar var hún hnittin og meinfyndin og fær hún stjörnu fyrir það. Hún er góð B-mynd og fær hina stjörnuna fyrir það. Það verður hinsvegar gaman að fylgjast með þessum leikstjóra í framtíðinni. Og gott væri ef bíóhúsin gætu sett strangar reglur varðandi drukkið fólk í bíóhúsum, meira að segja Hlemmur er með þannig reglur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Half Past Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þá má eigi miklu muna um hvað tvíræður titillinn eigi við. Myndina eða leikferil þeirra Seagal og Ja Rule.

Nóg var af látunum, og hávaðanum. Og fannst mér allan tímann eins og ég væri að horfa á 2 tíma langt og leiðinlegt rappmyndband. Því ekki var músíkin til að hrópa húrra fyrir. Trúverðugleiki myndarinnar var enginn og fílíngurinn eins og að horfa á Santa Barbara, því maður vissi og hafði á tilfinningunni allan tímann að þetta væri í stúdíói. Leikararnir flest allir undir meðallagi. Og Seagal að gera enn eina eins myndina á nýjum stað með nýju nafni, og þessi slöppust af þeim öllum.

Myndin með Seagal þar áður, sem ég í svipinn man ekki hvað hét. Var mun betri.

Sumsé þreytandi hávaði í 2 tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Beautiful Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tók spólu í gær. Myndina A Beautyful Mind. Ekkert sérstaklega af því að mig langað ofsalega til að sjá hana. Það var bara ekkert annað á boðstólnum svo sem. En mikið var hún góð. Og þó ég sé nú ekki neinn Óskarsverðlauna aðdáandi, þá skildi ég hversvegna hún fékk Óskarinn. Russel Crowe sýndi og sannaði hversu góður leikari hann er. Maðurinn er allra gagn. Það er hægt að pota honum í hvaða hlutverk sem er án þess að það votti fyrir fyrri myndum hans í leik hans.

Ég mæli sterklega með þessari, hún er eins frábær og hún er sögð vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghost Ship
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór í bíó í kvöld. Ghost Ship. Hafði heyrt dóma sem voru myndinni ekki í vil, þannig að ég bjóst ekki við miklu. Og fékk minna.

Sem betur fer fór ég bara í bíó til að fara í bíó. Myndin sem slík er svo sem ágætis afþreying, en ekkert meira. Myndin er bæði fyrirsjáanleg og illa unnin. Þannig að ef þú ert draugamynda aðdáandi, þá er þetta bara til að skemma fyrir þér og þvílík vonbrigði. Þarna voru að sjálfsögðu tölvubrellur í einhverjum mæli. Skrítið hvað Kanarnir halda að þessar tölvubrellur gangi endalaust ofan í bíógesti? Ég persónulega er orðinn hundleiður á þeim. Ekki einu sinni tölvutrikkin í Titanic náðu að heilla mig, því um leið og maður SÉR að þarna eru tölvutrikk í gangi, þá er það ónýtt. Síðasta góða tölvutrikkið sem ég sá og sagði VÁ yfir var í njósnamyndinni með Arnold vöðvatrölli þar sem hann sveif í Harrier fyrir utan háhýsi.

En þessi mynd, hún hefði átt hafa komið út á spólu ef þá komið út yfir höfuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Changing Lanes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla ekki að fjölyrða mikið um þessa mynd. Leit yfir úrvalið og þessi varð fyrir valinu. Kom inn með engar væntingar í garð myndarinnar og grófa hugmynd um hvað hún fjallaði og fór mjög sáttur út.

Myndin kemur þægilega á óvart, miðað við að verið er að horfa á bandaríska kvikmyndagerð.

Dregin er upp raunsæ mynd af tveimur mönnum, sem eru á sitthvorum pólnum í lífinu og leið þeirra látin skerast.

Leikurinn hjá þeim Affleck og Jackson er virkilega góður og persónusköpun öll til fyrirmyndar. Siðferðislegar spurningar skjóta upp kollinum sem að dregur áhorfandann meira inn í myndina, (hvað myndi ég gera í þessum sporum?).

Fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á að láta mata ofan í sig kvikmyndir, þá mæli ég með þessari.

Fyrir aðra þá mæli ég með James Bond. Maður veit þar hvað maður fær og í hvaða röð ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

X-MEN var myndin. Maður beið spenntur eftir að sjá loks meistaraverkið, eftir flott atriði úr trailernum. Og loks kom að því. Því miður stóðst myndin engan veginn undir væntingum mínum. Tæknibrellurnar voru fínar svo langt sem þær náðu en maður byggir ekki upp sögu með tæknibrellum. Persónurnar voru frekar grunnar og manni var nokkuð sama hvor vann "vondu karlarnir" eða þeir "góðu". Reyndar voru vondu karlarnir skemmtilegri, og Mystique stendur upp úr fyrir flotta takta og útlit. Söguþráðurinn var gamall og úrsér genginn 007 dæmi. Leggja heiminn undir sig og auðvitað þurfti að byrja á því uppi á frelsisstyttunni. Dæmigert fyrir Kanann. Þoturæfillinn sem ég hafði beðið spenntur eftir kláraði trailer atriðið sitt og þar með var það búið. Nokkur undarleg hlátrasköll gusu upp af litlu tilefni finnst mér, en sjálfsagt hefur myndin verið sérhönnuð fyrir hasarmynda áhugamenn. Sumsé slök mynd með flottum brellum. Kannski maður kíki bara í góða bók næst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei