Náðu í appið
Gagnrýni eftir:A.I. Artificial Intelligence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil nú bara segja í sem stystu máli að þessi mynd er flott, vel leikin og mannleg á undarlegan hátt(þótt sumir kalli mannlegar tilfinningar væmni í dag). Skemmtileg framtíðarsýn og hinn umdeildi endir sýnir bara enn og aftur hvað Spielberg er frjór kvikmyndagerðamaður. Hann fer lengra með fantasíuna þegar maður heldur að myndin sé að enda. Hann var ekki nema tuttugu og sjö ára eða svo þegar hann gerði Jaws og hún hefur nú staðist tímans tönn. Best er að fara á þessa mynd með opnum huga og njóta samspils leikara og útlits myndarinnar. Húrra Spielberg og Kubrick. Pottþétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Road Trip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er hörmuleg og heilalaus mynd. Fyrirsjáanlegir brandarar sem eru ekki fyndnir. Aldrei hefur unglingamynd farið á troðnari slóðir. -Aðalstrákurin sæti. -Vinur hans. -Flippaði vinurinn. -Ljóti strákurinn sem samt allir þurfa að vera með því hann á eitthvað sem hinir þurfa.(Bíllinn.) Það má birta slæmar gagnrýni ef myndin á hana skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei