Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æji, ég veit ekki hvað skal segja. Myndin sjálf er fín, búningar flottir, tæknibrellur enn flottari en machoið er svo yfirgengilegt að það er ótrúlegt. Ég veit að þetta á að gerast á þeim tíma þegar að konur gerðu ekki neitt og kallar gerðu allt en þetta er nú samt of mikið! Myndin fjallar um óvinskap Grikkja og Trójumanna. Þegar yngri sonur konungsins af Tróju tekur konu bróður kongungsins á Grikklandi ákveður Grikkland að sigla með sinna HUGE sjóher (alltof HUGE) og ætlar sér að taka yfir Tróju. Í fremstu víglínu Grikkja er hinn dularfulli Akkíles sem er mesti bardagakappi fyrr og síðar. Eitt leiðir af öðru og áður en myndinni lýkur er maður kominn inní mjög þéttskipaða bardagamynd sem leiðir af ´ser einar af bestu bardagasenum ársins.

Hin fínasta afþreying en síður en svo besta mynd ársins að mínu mati. Ég held að ég hafi aldrei séð Sean Bean (Lord of the rings, Troy) lifa af alla myndina sem hann leikur í en honym tekst að halda það út :D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eraser
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fín mynd með hinum FRÁBÆRA leikara :D:D Arnold Schwarzenegger. Bara svo ég komi því frá frá mér þá hefur hann unnið nokkur leiklistarverðlaun :). John Kruger (Arnold) vinnur hjá deild innan FBI sem sér um að halda vitnum í sakamálum öruggum. Nýjasta vitnið þeirra er Vanessa Williams (Ég man ekki hvað hún hét í myndinni.) Og hún er vitni í máli sem varðar ólöglega framleiðslu hátæknivopna sem eru með röntgenvisjón og geta séð í gegnum veggi svo eitthvað sé nefnt. Saman lenda þau í ýmsum hremmingum áður en að málinu lýkur og Arnie aðal hetjan (að sjálfsögðu :P.) Ekki kannski alveg besta mynd Arnolds en með þeim bestu. Spennandi, allt annað en langdregin og flottar tæknibrellur (smá rómantík í loftinu líka :D)

þrjár stjörnur verður það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Running Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Schwarzenegger klikkar aldrei :D Hröð og skemmtilega mynd sem gerist í náinni framtíð um hinn ranglega ásakaða Ben Richards. Hann var ásakður um fjöldamorð og nú er hann sendur í vinsælasta sjónvarpsþátt heimsins, The Running Man. Hann virkar þannig að hann er settur á svona nokkurs konar leikvang þar sem hann þarf að berjast við hina ýmsu kraftakarla með vægast sagt ofurkrafta:D Eins og oftast í myndum Arnie, þarf hann að sanna sakleysi sitt og myndin að sjálfsögðu fjallar um það hvort honum takist það eða ekki með hjálp frá nokkrum af vinum hans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Queen of the Damned
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar slöpp mynd um vampíruna Lestat og skapara hans Marius. Lestat vaknar af hundrað ára svefni og kemur í ljós að honum finnst heimurinn betri nú en fyrir 100 árum. Hann ögrar vampíruheiminum með því að auglýsa sig sem vampíru í hinum dauðlega heimi og myndin fjallar aðallega um það og samband hans við hina ógnvænlegu Aköshu sem á víst að vera hin ægilega drottning hinna ódauðlegu. Myndin er byggð á bókum Önnu Rice, The vampire chronicles. Ég bjóst nú kannski ekki við neinni frábærri mynd þegar ég tók hana. Hún jafnast aldeilis ekki við forvera sinn Interview with the vampire sem er byggð á sömu bókum. Engin sérstök bíómynd en fín afþreying.
Tvær stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sleepless in Seattle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær rómantísk gamanmynd um mann(Tom Hanks)sem hefur misst konu sína. Hann flytur síðan til Seattle og þar lendir hann í því að sonur hans hringir í svona sálfræðiútvarpsþátt og lætur pabba sinn tala við útvarpssálfræðinginn og ein konan heyrir þetta og ákveður að senda honum bréf. Myndin fjallar síðan um það að sonur hans vill að hann hitti þessa konu því honum líkar ekki við núverandi kærustu pabba sinn og hvort honum takist það eður ey. Frábærar flækjur og plot í myndinni gera þetta að úrvals mynd og mæli ég með henni fyrir alla aldurshópa.

Þrjár og hálf verður það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei