Náðu í appið
Gagnrýni eftir:City of God
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

City of god er ein fárra mynda sem ég hef séð sem hefur útgeislun sem beinlínis dregur mann inn í myndina. Kannski var það bara af því að ég sat svo framarlega en ég tel töfra myndarinnar hafa þar verið að verki. Hvernig myndin fer með okkur fram og aftur í tíma sögunnar er frábærlega vel gert og veit maður alltaf hvar og hvenær maður er staddur í sögunni. Síðan er rosalega snjöll persónusköpun, t.d. þegar ný persóna kemur fram er bara 1 mínútna saga viðkomandi sögð svo maður veit allt sem vita þarf um þá persónu. Kvikmyndatakan er í heimildastíl sem hentar mjög vel og leikurinn hafður raunverulegur frekar en Hollywood-legur. Þetta fær mann til að trúa öllu sem er að gerast á tjaldinu og þar af leiðandi dragast meir inn í myndina. Að segja eitthvað um söguþráðinn væri skemmandi enda er þetta algjörlega einstök mynd sem allir ættu að sjá enda byggð á sönnum atburðum sem mörgum þykir sjokkerandi. Þrátt fyrir allt ofbeldið er húmorinn alltaf til staðar og hafur handritshöfundur gert vel í blöndun á þessu tvennu. Að lokum vil ég segja að þessi mynd venst ótrúlega vel og verður betri því lengra sem það er sem ég sá hana og vegna þess hve gallalaus hún er get ég ekki annað en gefið henni 4 stjörnur og ef það væri 10 stjörnukerfi fengi hún 10. Allir að fara á þessa mynd (sem kunna að lesa ensku) helst í bíó en fyrst og fremst bara að sjá hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Master and Commander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór á þessa mynd fyrst og fremst útaf Russel Crowe enda einn uppáhaldsleikarinn minn eftir L.A. Confidential. Hins vegar varð ég fyrir vonbrigðum með hann enda skipti í raun engu máli hvort hann væri á skjánum eða ekki vegna þess hve léleg persóna hans var skrifuð. Síðan þegar ég kom af myndinni fór ég smá saman að átta mig á því að það gerðist nákvæmlega ekkert í þessari mynd, söguþráðurinn var enginn og þeir hefðu léttilega geta stytt myndina úr 3 tímum í 10 mínútur án þess að maður hefði misst af einhverju. Niðurstaða: engin saga, engar persónur og því mjög hlutlaus mynd, þ.e. maður gæti í raun verið að horfa á tómann skjá. Hálf stjarna fyrir tæknibrellurnar þó.

Að lokum vil ég segja að það sem fór allramest í taugarnar á mér var að þessi mynd er gerð eftir bók þar sem Bretar eru að elta ameríska freigátu en ekki franska og auðvitað má ekki meiða ameríkanana í bíó. Svipað og U666 (man ekki tölurnar) þar sem bandaríkjamenn nátu þýskum kafbát á sitt vald þegar í raunveruleikarnum voru það Bretar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rundown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ja hérna hér. Fór á þessa mynd með bæði eftirvæntingar og engar eftirvæntingar. Þ.e. bjóst nú ekki við neinni snilld en allavega smá afþreyingu sem fínt væri á að horfa. Myndin er eins og maður vissi kannski fyrir fram klisjukennd spenna, þ.e. einn harður gaur, einn svona hálfgerður auli og ein flott gella. Sagan fannst mér alveg hræðileg og reynt að koma með einhvern indiana jones fíling í þetta sem mér fannst mistakast hrapalega. Spennan var að mínu mati engin þar sem hvert atriði var fyrisjáanlegra en atriðið á undan. Húmorinn fannst mér líka klikka all verulega jafnvel þótt Stifler (Sean William Scott) hafi átt heiðurinn af honum mestöllum. Rock var að reyna of mikið að vera svalur og sást því vel gegnum það, enda var maðurinn í slow motion helminginn af myndinni. Rosario Dawson (gellan) hefði nú alveg mátt missa sig í myndinni enda var hún bara til að horfa á að mínu mati, enda gerði hún ekkert sem skipti söguþráðinn máli. Fannst mér Christopher Walken koma vel út eins og venjulega en dugði það skammt. Niðurstaða: Hræðileg mynd með lélegum frammistöðum leikara en fær þó hálfa stjörnu fyrir að maður getur hlegið af því hve ömurleg hún er (þegar Rock byrjar að nota byssur: verður ekki fyndnara). Ef þið viljið líða vandræðalega og óska ykkur að þið væruð annars staðar þá endilega kíkið á þessa ræmu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Holes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd var ég ekki að hafa hugmynd um hvaða filmu ég væri að fara sjá og því eftirvæntingin ekki mikil. En oft finnst mér best að dæma myndir þegar maður hefur ekkert heyrt um þær áður svo hlutleysið sé sem mest. Fannst mér þetta alveg rosalega vel skrifuð mynd þar sem sagan sem hún reynir að segja er næstum engin en nær samt að halda manni föstum við tjaldið af forvitni um hvað skildi ske næst. Einnig þótti mér mjög sniðugt að tvinna fortíðina og nútíðina svona saman og tengja síðan allt í eina sögu. Auðvitað var örlítill disney bragur á þessu og auðvitað hin klassíska ameríska væmni en fannst mér myndin búin að vinna sig það mikið upp að slíkir mínusar voru ekki að vega hátt. Þar sem myndin var nú ekki að krefjast neinna óskarsverðlaunaleikara ætla ég nú ekki að fara út í þá sálma að dæma um þá en ef einn stendur upp úr þá var það John Voight. Að lokum vil ég segja að ég tel að þessi mynd eigi eftir að valda fáum vonbrigðum hjá fólki og hvet því sem flesta að kíkja á hana í bíó/spólu (gildir einu)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei