Nokkuð er síðan gagnrýnandinn okkar hann Tómas Valgeirsson birti dóm sinn um gamanmyndina Tropic Thunder, en hún verður frumsýnd á Íslandi nú á miðvikudaginn. Annar notandi hefur einnig birt dóm um myndina en það er hann Þórður Davíð Björnsson.
Tomma finnst Tropic Thunder fyndin, en ekki drepfyndin og gefur henni 6/10. Þórður er hrifnari af henni og gefur henni 8/10.Við minnum á að allir geta skrifað umfjallanir á auðveldan hátt í gegnum undirsíðu mynda hér á Kvikmyndir.is
Tropic Thunder er ein af stærri gamanmyndum ársins með ótrúlegt einvalalið leikara í fararbroddi. Hún fjallar um mjög sjálfselskan hóp leikara sem er sendur af stað í frumskóginn
til að taka upp dýrustu stríðsmynd sem gerð hefur verið. Eftir að of mikill
kostnaður neyðir framleiðendurna til að hætta við gerð myndarinnar,
neitar þrjóskur leikstjóri myndarinnar að hætta tökum og heldur af stað
með tökuliðið inn í dimmstu heima Suðaustur Asíu, þar sem þeir lenda
gegn alvöru vondum gaurum!
Smelltu hér til að lesa fyrstu íslensku dómana um Tropic Thunder (skrolla niður)

