Fyrsti íslenski dómurinn um Angels and Demons

   Gagnrýnandi Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, sá eina af stærstu myndum sumarsins, Angels & Demons, um daginn og er fyrstur manna á landinu til að birta opinbera umfjöllun um hana.

Tommi var víst mjög ánægður með myndina. Hann segir að hún sé hiklaust betri en forverinn, The Da Vinci Code (þótt að hann hafi aldrei verið sérlega ánægður með hana), og segir að aðstandendur hafi lært af mistökum sínum og gert þessa enn meira spennandi og margfalt betur unna.

Dóminn má lesa á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is

Angels & Demons ratar í bíó á miðvikudaginn næsta. Annars eigið þið enn

séns á því að vinna ykkur inn tvo miða á myndina ásamt bók.

Sjá eftirfarandi link fyrir leikinn:

http://kvikmyndir.is/KvikmyndirNews/entry/id/2185