Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um Bobby Fischer

Wg0SKEHTobey Maguire fer með hlutverk Bobbys Fischers í nýrri kvikmynd um skáksnillinginn. Myndin nefnist Pawn Sacrifice og fjallar um líf Fischers og skákeinvígi hans og Boris Spasskys í Reykjavík.

Handritshöfundurinn Steven Knight, sem m.a. hefur skrifað handrit að Eastern Promises og The Lost Symbol skrifaði myndina. Edward Zwick, sem leikstýrt hefur myndum á borð við Blood Diamond og The Last Samurai stýrir myndinni.

Fischer vakti snemma athygli í skákheiminum en hann varð stórmeistari aðeins 15 ára gamall. Hann hlaut alþjóðafrægð aðeins 29 ára að aldri þegar hann lagði þáverandi heimsmeistara að velli í einvígi þeirra í Reykjavík.

Myndin verður frumsýnd vestanhafs þann 18. september næstkomandi.

Fyrsta stiklan úr myndinni var birt í dag og má sjá hana hér að neðan.