Fyrsta stiklan úr Anchorman: The Legend Continues!

ronFréttaþulurinn með fullkomna hárið Ron Burgundy mætir aftur til leiks með hinum fréttamönnunum í fréttateyminu góða, þann 20. desember nk. í myndinni Anchorman 2: The Legend Continues, en myndin er framhaldið af hinni geysivinsælu Anchorman frá árinu 2004.

Með hlutverk Burgundy fer að sjálfsögðu Will Ferrell, en aðrir leikarar eru m.a. Steve Carell, Kirsten Wiig, Paul Rudd og David Koechner. 

Fyrsta stiklan fyrir myndina var að koma út og má sjá hana hér fyrir neðan, en eins og sést í stiklunni þá er Burgundy aðeins skugginn af sjálfum sér þegar honum er boðið starf á fréttastöð sem ætlar að segja fréttir allan sólarhringinn: