Fyrsta myndin úr Transporter Legacy

Fyrsta ljósmyndin af Ed Skrein í The Transporter Legacy er komin á netið. Eins og sjá má liggja tveir í valnum eftir hann og væntanlega eru fleiri í þann mund að fá það óþvegið.transporter

Um er að ræða endurræsingu á The Transporter-seríunni og er Jason Statham fjarri góðu gamni.

Aðdáendur Game of Thrones muna eftir Skrein í hlutverki Daario Naharis í þriðju þáttaröðinni.

The Transporter Legacy kemur í bíó í mars á næsta ári.