Sambíóin frumsýna kvikmyndina World War Z, með Brad Pitt í aðalhlutverki, á miðvikudaginn næsta þann 10. júlí í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Laugarásbíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi
Í myndinni geisar gríðarlega skæð uppvakningaplága og ef engin úrræði finnast mun mannkynið þurrkast út á 90 dögum.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
World War Z er byggð á samnefndri bók eftir Max Brooks sem kom út árið 2006 og var nokkurs konar framhald bókar hans frá 2003, The Zombie Survival Guide. Í þeirri bók var sagt frá illviðráðanlegri uppvakningaplágu sem herjaði á jörðina og ógnaði tilveru alls mannkyns.
World War Z gerist hins vegar 10 árum síðar þegar uppvakningaplágan er orðin svo óviðráðanleg að allt útlit er fyrir að baráttan við hana, og þar með baráttan fyrir lífi manna á Jörðu, sé endanlega töpuð, enda eru aðeins 90 dagar til stefnu.
Brad Pitt leikur hér Gerry Lane, sérfræðing á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem í æsilegu kapphlaupi við tímann reynir að finna einhver ráð til að stöðva ófögnuðinn og forða mannkyninu frá útrýmingu, en þarf um leið að bjarga bæði sjálfum sér og fjölskyldu sinni undan blóðþyrstum uppvakningum sem hreinlega æða yfir allt og alla og eira engu.
Von hans felst í því að uppgötva uppruna plágunnar og að sú vitneskja leiði hann að lausninni áður en tíminn er úti …
Aðalhlutverk: Brad Pitt, Mireille Enos, James Badge Dale, David Morse, Matthew Fox, Eric West og Daniella Kertesz
Leikstjórn: Marc Forster
Sýningarstaðir: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka,Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi
Aldurstakmark: 12 ára
Fróðleiksmolar til gamans:
• Leikstjóri myndarinnar, Marc Forster, er þekktur fyrir gæðamyndir eins og Monster’s Ball, Stranger Than Fiction, Finding Neverland, The Kite Runner og fleiri góðar.
• Gagnrýnandinn Richard Roeper gefur World War Z þrjár og hálfa stjörnu af fjórum og segir hana afar skemmtilega, „thanks to Brad Pitt and non-stop action.“
• Engin mynd hefur opnað stærri með Brad Pitt í aðalhlutverki í USA.