Frumsýning: The Place Beyond The Pines

Sambíóin frumsýna kvikmyndina The Place Beyond the Pines á föstudaginn næsta, þann 3. maí í Háskólabíó og Sambíóunum. Myndin er með þeim Ryan GoslingBradley Cooper Eva Mendez, Rose Byrne, Dane DeHaan, Ray Liotta og Ben Mendelsohn í helstu hlutverkum.

Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að The Place Beyond the Pines sé mögnuð mynd sem gerist í þremur þáttum á fimmtán ára tímabili og segir sögur sem fléttast saman í eftirminnilega heild.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Í raun eru þetta þrjár sögur sem gerast allar í sama bænum þar sem örlög og aðgerðir persónanna í hverri þeirra ráðast ekki síst af því sem gerist í hinum sögunum. Þessu er erfitt að lýsa á sannverðugan hátt í orðum, en handrit myndarinnar þykir mikil snilld og sögurnar þannig samanfléttaðar að þær þarf að upplifa frekar en að lesa.

Í stuttu máli segir hér frá áhættuökumanninum Luke sem ákveður að segja skilið við vinnu sína og snúa sér að bankaránum þegar hann kemst að því að fyrrverandi unnusta hans hefur alið honum son. Á sama tíma kynnumst við lögreglumanninum Avery sem er drifinn áfram af miklum metnaði en glímir við alls kyns hindranir í starfi sínu. Og svo er það þriðja sagan …

 

Aðalhlutverk: Ryan Gosling, Bradley Cooper, Eva Mendez, Rose Byrne, Dane DeHaan, Ray Liotta og Ben Mendelsohn

Leikstjórn: Derek Cianfrance

Sýningarstaðir: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Háskólabíó.

Aldurstakmark: 14 ára

 

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Þetta er í annað sinn sem Derek Cianfrance leikstýrir Ryan Gosling, en það gerði hann einnig í hinni margverðlaunuðu Blue Valentine árið 2010.

• Heiti myndarinnar, The Place Beyond the Pines, er í raun enska þýðingin á nafni bæjarins Schenectady þar sem stór hluti myndarinnar gerist, en nafn bæjarins er komið frá Mowhawk-indíánum.