Frumsýning – RED 2

Sambíóin frumsýna á miðvikudaginn næsta þann 31. júlí grín- hasarmyndina Red 2 í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi.

„Það hefur allt verið lagt undir við gerð þessarar myndar enda eru þau öll mætt; Bruce Willis, John Malcovich, Mary-Louise Parker, Helen Mirren, Catherine Zeta-Jones og Anthony Hopkins í þessari stórskemmtilegu grín/spennumynd en óhætt er að segja að það sé ekki á hverjum degi sem svona leikaraúrval sé fengið til að vinna saman að mynd,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Red 2 er framhald hinnar stórskemmtilegu grín- og hasarmyndar RED, sem sló í gegn árið 2010 og hlaut m.a. tilnefningu til Golden Globe-verðlauna sem besta gamanmynd ársins.

„RED 2 hefur verið sýnd á prufusýningum erlendis og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið ánægðir, segja hana enn skemmtilegri en fyrri myndina, með meiri hasar og meira gríni þannig að bjartsýni ríkir um að hún verði ekki síður vinsæl en sú fyrri.“

red 2

Þau Mark Moses og Sarah Ross eru nú að gera sitt besta til að lifa venjulegu lífi eftir ævintýrin í fyrri myndinni. Þau plön fjúka út í veður og vind þegar Marvin Boggs skýtur upp kollinum og segir Mark að hann óttist að líf þeirra sé í stórhættu. Tengist sú hætta hópi valdagráðugs fólks sem hefur yfir kjarnorkusprengju að ráða.

Þótt þau Mark og Sarah séu í fyrstu vantrúuð kemur fljótlega í ljós að Marvin hefur eins og oftast áður rétt fyrir sér, enda eiga þau þrjú fljótlega fótum sínum fjör að launa. En í þessum leik er auðvitað bara eitt að gera og það er að ráðast rakleiðis inn í greni ljónanna með hörkuna og húmorinn að vopni.

red_two_ver10Við sögu kemur hin eitilharða Victoria, ásamt vísindamanni sem gengur ekki á öllum, viðsjárverða svikakvendið Miranda Wood og hvorki meira né minna en langbesti leigumorðingi í heimi …

Aðalhlutverk: Bruce Willis, John Malcovich, Mary-Louise Parker, Anthony Hopkins, Helen Mirren, Catherine Zeta-Jones og Byung-hun Lee

Leikstjórn: Dean Parsiot

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Svo vissir eru menn um velgengni RED 2 að nú þegar er hafinn
undirbúningur að þriðju myndinni, RED 3.