Frumsýning: Kick-Ass 2

Myndform frumsýndir spennu- og gamanmyndina Kick-Ass 2 á morgun, miðvikudaginn 21. ágúst í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóunum-Egilshöll og Borgarbíói Akureyri.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Dave (Aaron Taylor-Johnson) er grímuklædda hetjan Kick-Ass og Mindy (Chloe Grace Moretz) er Hit Girl, dygga hjálparhellan hans. Dave og Mindy hafa tekið að sér að stunda sjálfskipuð löggæslustörf og í sameiningu úthluta þau ofbeldisfullu réttlæti til þeirra sem gerast svo kjánalegir að brjóta lögin. Þau ganga til liðs við hóp grímuklæddra löggæsluliða sem eru undir forystu ofurstans „Stars and Stripes (Jim Carrey).“ Hópurinn lætur gott af sér leiða á strætum borgarinnar, en skyndilega stígur fyrsti ofurskúrkur heims fram á sjónarsviðið. „Rauða Þokan,“ sem gengur núna undir nafninu „Moððerfokkerinn (Christopher Mintz-Plasse),“ hefur myndað bandalag grímuklæddra illmenna og hyggur á hefndir fyrir það sem Kick-Ass og Hit Girl gerðu við föður hans.

kick-ass 2

Aldursmerking: 16 ára

Fróðleiksmoli til gamans: 

• Á vefsíðunni wearejusticeforever.com er öllum boðið að ganga til liðs
við Kick-Ass og félaga hans í Forever Justice-hópnum og opnast þá
þeim sem skrá sig heill heimur af möguleikum. Skoðið málið.