Frumsýning: Broken City

Myndform frumsýnir spennumyndina Broken City á föstudaginn 15. mars í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíó Akureyri.

Myndin segir frá borgarstjóra New York-borgar, Nicholas Hostetler, sem leikinn er af Russell Crowe, sem biður fyrrverandi lögreglumanninn Billy Taggart, leikinn af Mark Wahlberg, um að fylgjast með eiginkonu sinni, Emily Barlow, sem Catherine Zeta-Jones leikur, sem hann grunar um framhjáhald.

Sjáðu stikluna fyrir myndina hér fyrir neðan:


Billy fer á stúfana og kemst að því að Emily heldur framhjá borgarstjóranum, og sviptir jafnframt hulunni af ennþá stærra hneyksli en hann óraði fyrir. Í kjölfarið svíkur borgarstjórinn Billy og sakar hann um glæp sem hann framdi ekki. Billy ákveður því að taka málin í eigin hendur til að hreinsa mannorð sitt og koma fram hefndum á borgarstjóranum.

Fróðleiksmoli til gamans: 

• Broken City er fyrsta myndin sem Allen Hughes leikstýrir án
þess að bróðir hans Albert komi nærri. Það er athyglisvert að
Albert er líka að leikstýra sinni fyrstu mynd einn síns liðs, en
hún heitir Motor City og er með Mickey Rourke og Adrien
Brody í aðalhlutverkum.

Aldurstakmark: 16 ára
Lengd: 109 mín