Frumsýning – Argo

Nýjasta mynd Ben Affleck, ARGO, verður frumsýnd þann 9. nóvember nk. í Sambíóunum en í tilkynningu frá Sambíóunum segir að myndin þyki vera sú mynd sem er hvað líklegust til að hljóta aðalverðlaun Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár.

Söguþráður Argo er þessi:  Þegar sex bandarískum sendiráðsmönnum tókst að komast undan uppreisnarmönnum í Íran og fela sig í kanadíska sendiráðinu var sett í gang björgunaraðgerð sem sannaði að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn.

Argo er byggð á dagsannri sögu sem að mestu leyti gerist í Íran rétt eftir að íranskir uppreisnarmenn hertóku bandaríska sendiráðið í Teheran þann 4. nóvember árið 1979.

Um leið og uppreisnarmennirnir lögðu sendiráðið undir sig tókst sex starfsmönnum þess að flýja og komast í skjól í kanadíska sendiráðinu. Sú hætta var fyrir hendi að ef uppreisnarmenn kæmust að því hvar sexmenningarnir væru myndu þeir taka þá af lífi.

Stjórnendur í ríkisstjórn Bandaríkjanna töldu það því bráðnauðsynlegt að aðstoða sitt fólk áður en það yrði of seint. Vandamálið var auðvitað hvernig?

Lausnin fólst í sérlega áhættusamri aðgerð þar sem FBI-menn voru sendir til Írans dulbúnir sem kvikmyndagerðarmenn. Í þeim blekkingarleik var síðan allt lagt undir …

Aðalhlutverk: Ben Affleck, Bryan Cranston, John Goodman, Alan Arkin, Tate Donovan, Victor Garber og Clea Duvall.

Leikstjórn: Ben Affleck.

Myndin verður sýnd í eftirtöldum bíóhúsum: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri

Bönnuð innan 12 ára.

12 ára bönnuð.

Nokkrir fróðleiksmolar til gamans: 

Til að ljá myndinni andrúmsloft síns tíma ákvað Ben Affleck að taka hana upp á venjulega filmu og stækka síðan hvern ramma til að ná þeirri myndupplausn sem notuð var í kvikmyndafilmum árið 1979.

Myndin hefur verið að fá einróma lof gagnrýnenda og telja margir hana vera þá mynd sem er hvað líklegust til að hljóta Óskarsverðlaunin í ár sem bestu mynd. Hefur m.a. R. Ebert spáð henni Óskarsverðlaununum en hann hefur síðastliðinn þrjú ár spáð rétt um hvaða mynd hljóti þessu eftirsóknarverðu verðlaun.

Heiti myndarinnar, Argo, er í raun heiti myndarinnar sem björgunarmennirnir þykjast vera að gera í Íran en er ekkert annað en skjólið fyrir aðgerðir þeirra. Þess má geta að Argo er byggð á sögunni Master of Disguise eftir Tony Mendez, sem Ben Affleck leikur.