Frítt í bíó allan hringinn

Bíó Paradís og Evrópustofa eru nú á hringferð um landið undir yfirskriftinni: „Films on the fringe – Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn.“

Hringferðin stendur yfir til 26. maí og bíómyndir verða sýndar á sex mismunandi stöðum á landinu, endurgjaldslaust og fyrir alla.

hringferd-hofn-2

Oddný Sen flutti erindi um kvikmyndafræði fyrir börn á undan myndinni Antboy: Rauða refsinornin sem var fyrsta myndin á dagskrá.

Í tilkynningu frá aðstandendum segir að vel hafi verið mætt á allar sýningar á Egilsstöðum og ánægja hafi verið meðal áhorfenda en sýndar voru myndirnar Antboy: Rauða refsinornin, Hross í oss og Frank. Sömuleiðis voru kvikmyndaþyrstir íbúar Hafnar í Hornafirði ánægðir með sýningarnar, en á Höfn fengu börnin að sjá Antboy, en fullorðna fólkið París norðursins og The Grump.

hringferd-hofn-1

Ferðin heldur áfram þessa vikuna og fram í þá næstu og verður komið við á Akranesi þann 19. maí, á Ísafirði 21. maí og á Akureyri þann 23. mars í Sambíóunum á Akureyri. Ferðinni lýkur svo á Selfossi þann 26. maí í Selfossbíó.

Meiri upplýsingar er að finna hér.