Fréttir

10 kvikmyndir um tunglið


Í ljósi þess að rómantíska gamanmyndin Fly Me to the Moon lendir í kvikmyndahúsum bráðlega, er vert að skoða hvaða fleiri bíómyndir eru í boði þar sem sjálft tunglið er í brennidepli.

Úr kvikmyndinni A Trip to the Moon (1902) Í ljósi þess að rómantíska gamanmyndin Fly Me to the Moon lendir í kvikmyndahúsum bráðlega, er vert að skoða hvaða fleiri bíómyndir eru í boði þar sem sjálft tunglið er í brennidepli.Athugaðu hversu margar þú hefur séð. [movie id=5399] [movie id=306] [movie… Lesa meira

NASA var með í gríninu


Það er svo sannarlega meira en að segja það að koma manneskju á mánann og hvað þá á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar þegar tæknin var ekki alveg sú sama og í dag!

Það er svo sannarlega meira en að segja það að koma manneskju á mánann og hvað þá á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar þegar tæknin var ekki alveg sú sama og í dag! Í rómantísku gamanmyndinni Fly Me To the Moon, eftir Greg Barlanti, leika þau Scarlett Johansson og Channing Tatum… Lesa meira

Shelley Duvall er látin


Banda­ríska leik­kon­an Shell­ey Duvall er lát­in, 75 ára að aldri.

Banda­ríska leik­kon­an Shell­ey Duvall er lát­in, 75 ára að aldri. Syk­ur­sýki og fylgi­kvill­ar henn­ar urðu Duvall að falli. Dan Gilroy, sam­býl­ismaður henn­ar til margra ára, staðfesti and­látið við The Hollywood Report­er. Hún lést í svefni á heim­ili sínu í borg­inni Blanco í Texas. Duvall er best þekkt fyr­ir leik sinn… Lesa meira

Bransadagar hjá IceDocs handan við hornið


Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs fer fram dagana 17.-21. júlí. 

Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs fer fram á Akranesi dagana 17.-21. júlí.  Dagskrá hátíðarinnar í heild má skoða hér, en að neðan má sjá hvernig bransadagskrá hátíðarinnar lítur út. Föstudagur 10:00 Marta Andreu – 3 Layers: Masterklassi á netinu. Hlekkur á icedocs.is. Sendið póst á icedocs@icedocs.is fyrir frekari upplýsingar. 12:15 Hádegisspjall: Helle Hansen… Lesa meira

Íslensk hlaðvörp um kvikmyndir og þætti


Nýjung á vefnum. Kíktu á listann!

Hlaðvarpsmenning á Íslandi er með líflegasta móti og því er ekki verra að hafa allt úrvalið á einum stað. Vefstjórn Kvikmyndir.is kynnir hér með nýjan lið undir yfirskriftinni ‘Kvikmyndahlaðvörp’. Ef þú ert í leit að yfirliti yfir íslensk hlaðvörp (virk sem óvirk) um kvikmyndir og/eða sjónvarpsþætti, þá er þetta kjörinn… Lesa meira

Sjarmi og stemning af gamla skólanum


Fyrstu dómarnir fyrir Fly Me to the Moon eru lentir.

Fly Me to the Moon er skemmtilega óhefðbundin rómantísk gamanmynd með gamaldags sniði þar sem sjarmann vantar ekki hjá stórleikurunum Channing Tatum og Scarlett Johansson. Svo vilja að minnsta kosti fyrstu umsagnir gagnrýnenda meina og er samantekt allnokkurra sú að myndin haldi flugi með retró-stemningu og nái góðri lendingu. Hermt… Lesa meira

Skósveinar velta tilfinningum úr toppsætinu


Gru og skósveimarnir trekkja fjölskyldurnar enn að í bílförmum.

Fjórða myndin í Despicable Me seríunni sívinsælu (og í rauninni sú sjöunda þar sem margdáðu skósveinunum bregður fyrir) skaust beint í toppsæti íslenska aðsóknarlistans nú um helgina og velti þar með nýjustu stórmynd Pixars úr sessi. Tilfinningarnar í Inside Out 2 höfðu haldið óhaggandi vinsældum í efsta sæti listans síðastliðnar… Lesa meira

Sjáðu MaXXXine á sérstakri forsýningu


Um er að ræða þriðju kvikmyndina í svonefnda ‘X-þríleiknum’ frá Ti West (X, Pearl)

Sérstök ‘forsýning’ verður haldin á hryllingstryllinum MaXXXine þann 18. júlí næstkomandi. Ekki er enn komin dagsetning á almenna frumsýningu myndarinnar hér á landi en forsýningin verður í AXL sal Laugarásbíós klukkan 20:30 og hægt er að tryggja sér miða hér. Myndin hefur hlotið prýðisviðtökur erlendis og jákvæða dóma gagnrýnenda. Um… Lesa meira

Bestu og verstu bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu


Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður skoðar hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp eftir gæðum og þægindum.

Það er engu líkt að sækja kvikmyndahús og njóta þar magnaðra bíómynda. Upplifunin snýst þó ekki aðeins um stærð tjaldsins heldur einnig um almenn gæði og þægindi salarins auk ýmissa smáatriða. En skoðum hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp, frá þeim versta til hins besta. Það er Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður… Lesa meira

Horfði á Húsið á sléttunni


Georgia MacPhail er eitt af nýstirnum sumarsins í Hollywood eftir að hafa tryggt sér eftirsótt hlutverk Elizabeth Kittredge í vestranum Horizon: An American Saga Chapter 1.

Georgia MacPhail er eitt af nýstirnum sumarsins í Hollywood eftir að hafa tryggt sér eftirsótt hlutverk Elizabeth Kittredge í vestranum Horizon: An American Saga Chapter 1. Næm túlkun hennar er sögð ná tangarhaldi á áhorfendum en Kittredge er ung kona sem þarf að fullorðnast í skyndi til að vernda ástvini… Lesa meira

Sígildar myndir í kvikmyndahúsum framundan


Kíktu á listann yfir þá gullmola og eldri bíómyndir sem sýndar verða í kvikmyndahúsum á næstunni.

Hér að neðan má finna dagskránna fyrir þær klassísku myndir og aðra gullmola sem sýndir verða í kvikmyndahúsum landsins út árið. *Athugið að dagskráin er/verður reglulega uppfærð í samræmi við liðna atburði 3. JANÚAR - KILL BILL: VOL. 1 (2003) BÍÓ PARADÍS [movie id=2695] 9. JANÚAR - THE PROPOSAL (2009)… Lesa meira

Krasinski hreifst af Cage myndinni og vildi leikstjórann


A Quiet Place: Day One leikstjórinn Michael Sarnoski segist hafa verið ráðinn að myndinni af því að handritshöfundurinn John Krasinski hreifst af Pig, eða Svíni.

A Quiet Place: Day One leikstjórinn Michael Sarnoski segist hafa verið ráðinn að myndinni af því að handritshöfundurinn John Krasinski hreifst af Pig, eða Svíni, fyrstu kvikmyndinni sem Sarnoski gerði í fullri lengd. „John Krasinski sá Pig. Honum hlýtur að hafa líkað vel við myndina því hann hafði samband og… Lesa meira

Inside Out 2 komin yfir 26 þúsund gesti


Pixar haggast ekki úr toppsæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa víða um veröld.

Stórmyndin Inside Out 2 rígheldur í efsta sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa víða um heim. Ísland er þar vissulega engin undantekning en yfir 26 þúsund manns hafa séð hana í bíó þegar þetta er ritað. Inside Out 2 er framhald af Inside Out sem sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd… Lesa meira

Stritaði við Chicago hreiminn


Breska leikkonan Jodie Comer, aðalleikkona The Bikeriders, sem komin er í bíó á Íslandi, átti erfitt með að ná tökum á Chicago hreimnum sem hún þurfti að nota í kvikmyndinni.

Breska leikkonan Jodie Comer, aðalleikkona The Bikeriders, sem komin er í bíó á Íslandi, átti erfitt með að ná tökum á Chicago-hreimnum sem hún þurfti að nota í kvikmyndinni. Eins og fram kemur í vefritinu The Hollywood Reporter hefur leikkonan lagt sig fram um að ná tökum á mismunandi hreimum… Lesa meira

Spurning um hjarta en ekki parta


Stikla kvikmyndarinnar Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason er komin út.

„Ég er pan, ef þú endilega vilt vita. Þá er þetta spurning um hjarta en ekki parta“ Stikla kvikmyndarinnar Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason (Albatross, Eden) er komin út, en myndin fjall­ar um æsku­vin­ina Hjalta og Björn sem reka fisk­veit­ingastað í heima­bæ sín­um yfir sum­ar­tím­ann. Þegar þeir fá óvænt tæki­færi til að hafa… Lesa meira

Donald Sutherland látinn


Kanadíski stórleikarinn er látinn, 88 ára að aldri.

Kanadíski stórleikarinn Donald Sutherland, frægur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen, Don't Look Now, Space Cowboys, Beerfest, The Italian Job og M*A*S*H, er látinn eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 88 ára gamall. Sutherland hlaut heiðursverðlaun Óskarsins árið 2017. Ferill Donald Sutherlands… Lesa meira

Tilfinningar á toppnum


Inside Out 2 hefur slegið verulega í gegn og voru um 15 þúsund manns sem sáu hana í kvikmyndahúsum nú á dögunum.

Stórrisarnir hjá teiknimyndafyrirtækinu Pixar geta aldeilis fagnað góðum áfanga enda hefur nýjasta myndin úr þeirra smiðju, Inside Out 2, verið að rjúka í efsta sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa víða um heim. Ísland er þar vissulega engin undantekning - og veltir þar með Snertingu Baltasars Kormáks úr sessi yfir í annað sætið.… Lesa meira

Fjör á frumsýningu Inside Out 2


Það var öllu til tjaldað í Sambíóunum Kringlunni í gær en rauðum dregli var rúllað út og yngstu bíógestirnir leystir út með gjafapokum og gotteríi.

Frábær stemming var í Sambíóunum Kringlunni í gær og fyllti eftirvæntingin andrúmsloftið í anddyrinu á meðan ungir og aldnir biðu eftir að hleypt yrði inn í sal á sérstaka forsýningu á teiknimyndinni Inside Out 2 frá Disney Pixar.  [movie id=16579] Öllu var til tjaldað á sýningunni. Rauðum dregli var rúllað út og… Lesa meira

Snerting snertir áfram toppinn


Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem gerð er eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, heldur sæti sínu á toppi íslenska aðsóknarlistans aðra vikuna í röð!

Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem gerð er eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, heldur sæti sínu á toppi íslenska aðsóknarlistans aðra vikuna í röð! Rúmlega 3.400 manns sáu myndina um helgina og tekjur voru tæplega 8,2 milljónir króna. Í öðru sæti, ný á lista, er Bad Boys: Ride or Die,… Lesa meira

Áhorfendur elska Bad Boys


Grín-spennumyndin Bad Boys: Ride or Die, sú fjórða í röðinni, hefur strax slegið í gegn í miðasölunni í Bandaríkjunum.

Grín-spennumyndin Bad Boys: Ride or Die, sú fjórða í röðinni, hefur strax slegið í gegn í miðasölunni í Bandaríkjunum. Í myndinni leika þeir Will Smith og Martin Lawrence löggupar sem vill reyna að heiðra minningu yfirmanns síns. Myndin var frumsýnd sjöunda júní sl. og er þegar þetta er skrifað búin… Lesa meira

Upplifði annanheims-þunga


Leikstjórinn Ishana Night Shyamalan leikstýrir Dakota Fanning í nýja spennutryllinum The Watchers, eða Áhorfendurnir, í lauslegri íslenskri snörun, sem komin er í bíó hér á landi.

Leikstjórinn Ishana Night Shyamalan leikstýrir Dakota Fanning í nýja spennutryllinum The Watchers, eða Áhorfendurnir, í lauslegri íslenskri snörun, sem komin er í bíó hér á landi. Kvikmyndin var tekin upp á Írlandi og rétt eins og hrollvekjuskáldsaga A.M. Shine, sem myndin er byggð á, sækir myndin áhrif í írskar þjóðsögur… Lesa meira

Snerting á toppnum og Grettir skammt undan


Snerting, ný kvikmynd Baltasars Kormáks, eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans um helgina.

Snerting, ný kvikmynd Baltasars Kormáks, eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina. Í humátt á eftir henni kom svo Grettir: Bíómyndin. Í raun sáu fleiri Gretti um helgina eins og sést á töflunni hér fyrir neðan, en tekjur Snertingar voru meiri sem skiluðu henni… Lesa meira

Dregin yfir mulið gler og glóandi kol


Renny Harlin segir að ekki hafi nægt að finna einhverja huggulega og góða leikkonu í aðalhlutverkið í The Strangers: Chapter 1.

Fyrsta kvikmyndin í hrollvekjuþríleiknum The Strangers, The Strangers: Chapter 1, er komin í bíó á Íslandi.Leikstjóri myndarinnar, Renny Harlin, sem margir þekkja fyrir myndir eins og Cliffhanger og The Good Kiss Good Night, segir um val á aðalleikkonunni Madelaine Petsch, í samtali við vefmiðilinn ComingSoon, að ekki hafi nægt að… Lesa meira

Furiosa fór á toppinn


Nýja Mad Max kvikmyndin, Furiosa: A Mad Max Saga fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Nýja Mad Max kvikmyndin, Furiosa: A Mad Max Saga fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og ruddi þar með IF niður í annað sætið. Í þriðja sæti er svo önnur fyrrum toppmynd listans, The Kingdom of the Planet of the Apes. Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni… Lesa meira

Vill snúa aftur heim, hvað sem það kostar


Furiosa: A Mad Max Story, sem komin er í bíó á Íslandi, er í mjög stuttu máli um konu sem er tekin ung af heimili sínu og heitir því að snúa aftur heim, hvað sem það kostar.

Furiosa: A Mad Max Saga, sem komin er í bíó á Íslandi, er í mjög stuttu máli um konu sem tekin er ung af heimili sínu og heitir því að snúa aftur heim, hvað sem það kostar. Þetta kemur fram í máli leikstjórans George Miller en hér fyrir neðan má… Lesa meira

Ímyndaðir vinir á toppnum


Toppmynd íslenska bíóaðsóknarlistans í síðustu viku The Kingdom of the Planet of the Apes var ekki langlíf í efsta sætinu því gaman-ævintýramyndin IF hefur nú hirt af henni toppsætið.

Toppmynd íslenska bíóaðsóknarlistans í síðustu viku The Kingdom of the Planet of the Apes var ekki langlíf í efsta sætinu því gaman-ævintýramyndin IF hefur nú, á sinni fyrstu viku á lista, hirt af henni toppsætið eftir sýningar síðustu helgar. Aparnir þurfa því að gera sér annað sætið að góðu en… Lesa meira

Grettir gerir bara það sem honum sýnist


Á meðan leikarinn og grínistinn Vilhelm Netó talar fyrir Gretti í íslenskri talsetningu teiknimyndarinnar The Garfield Movie þá er það bandaríski leikarinn Chris Pratt sem er rödd kattarins í frumútgáfu myndarinnar.

Á meðan leikarinn og grínistinn Vilhelm Netó talar fyrir Gretti í íslenskri talsetningu teiknimyndarinnar The Garfield Movie, sem kemur í bíó hér á Íslandi 29. maí nk., þá er það bandaríski leikarinn Chris Pratt sem er rödd kattarins í frumútgáfu myndarinnar en teiknimyndin segir frá uppruna hins lasagna-unnandi kattar og… Lesa meira

Reynolds átti sér ímyndaðan vin sem barn


Leikstjórinn og fyrrum Office stjarnan John Krasinski hefur safnað heimsfrægum leikurum saman í nýjustu kvikmynd sína IF, eða Imaginary Friend.

Leikstjórinn og fyrrum Office stjarnan John Krasinski hefur safnað heimsfrægum leikurum saman í nýjustu kvikmynd sína IF, eða Imaginary Friend, sem komin er í bíó hér á Íslandi. Þar má fremsta nefna Ryan Reynolds og Steve Carrell. Reynolds leikur burðarhlutverk í myndinni en kvikmyndin fjallar um unga stúlku sem lendir… Lesa meira

Apar taka sér stöðu á toppinum


Aparnir í kvikmyndinni Kingdom of the Planet of the Apes fóru rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Aparnir í kvikmyndinni Kingdom of the Planet of the Apes, sem gerist 300 árum eftir atburði síðustu myndar í flokknum, fóru rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar rúmlega tvö þúsund manns lögðu leið sína í bíó að sjá hana. Tekjur voru 4,2 milljónir. Í öðru sæti er… Lesa meira

Elskar Lasagna eins og Grettir


Kvikmyndir.is ræddi við Vilhelm Neto sem leikur Gretti í nýrri mynd sem kemur í bíó 29. þessa mánaðar!

Þann 29. maí næstkomandi verður ný teiknimynd um köttinn Gretti, eða Garfield eins og hann heitir á frummálinu, frumsýnd á Íslandi. Myndin heitir The Garfield Movie.Með hlutverk Grettis í bandarísku útgáfunni fer leikarinn Chris Pratt en í íslensku talsetningunni er það enginn annar en leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto sem… Lesa meira