Leikstjórinn Sam Raimi var í viðtali fyrir stuttu að minna okkur öll á að Spider-Man 4 á að koma út árið 2011, en Raimi leikstýrir myndinni. Að hans sögn gengur handritsgerð vel og allt er á réttu róli.
,,Ég vona að við reynum ekki að fylgja þessum ofurhetjumyndum í kringum okkur, hversu slæmar eða góðar sem þær eru. Ég vil einungis kafa dýpra ofan í það hver Peter Parker er í raun og veru – sem manneskja og sem Köngulóarmaðurinn. Það er ástæðan fyrir því að ég vil gera þessa mynd, ég hef trú á því að mér takist að sýna hliðar á Peter Parker sem hafa ekki ratað á hvíta tjaldið áður.“
Eins og flestir muna þá var Parker í nettri tilvistarkreppu í Spider-Man 3. Spider-Man 4 kemur í bíó árið 2011.

