Framhald af Twilight staðfest

Summit Entertainment hafa þegar staðfest að kvikmyndin New Moon verði gerð, en sú mynd verður framhald myndarinnar Twilight.

Þessi ákvörðun var tekin eftir að aðstandendur urðu vitni að frábærum opnunartölum, en föstudagsopnunin ein og sér sópaði að sér $35,7 milljónir.

Eins og eflaust einhverjir vita eru þessar myndir byggðar á vampírusögum Stephenie Meyer, sem hafa selst í meira en 17 milljónum eintökum umhverfis heiminn.

Kristen Stewart og Robert Pattison munu endurtaka hlutverk sín í framhaldsmyndinni sem Edward og Bella, aðalpersónur seríunnar.

Twilight átti upphaflega að rata í bíó hérlendis þann 12. desember, en þar sem að áhugi gagnvart myndinni hefur reynst gríðarlegur hefur hún verið færð um viku. Myndin kemur þar af leiðandi í bíó 5. desember.