New York Post hringdi í nokkur fórnarlömb Brüno í gær og spurðu þau spjörunum úr. Það er ótrúlegt að þrátt fyrir þá heimsathygli sem Borat fékk á sínum tíma veit fólk ekki hver Sacha Baron Cohen er og lét plata sig í bak og fyrir. Einn sem þeir hringdu í vissi ekki einu sinni að hann væri í myndinni !
Þess má geta að frásagnir fólksins gætu innihaldið SPOILERS fyrir þá sem alls ekkert vilja vita um myndina.
Dr. Paul Cameron:
Bruno biður hann um ráð um hvernig hann geti orðið gagnkynhneigður.
„Ég gerði eitthvað þýskt dæmi fyrir ári síðan. Er það þetta? Ég var einmitt að spá í hvað hefði komið fyrir það. Er ég í þessari helv. bíómynd? Detti nú af mér allar dauðar lýs. Maður veit víst aldrei hvort maður geti trúað því að fólk sé í alvörunni í vandræðum.“
„Ég þurfti að fara til Kansas. Mér var sagt að það væri samkynhneigður maður í Þýskalandi, sem væri með vinsælan sjónvarpsþátt þar, sem væri hugsanlega með sjálfmorðshugleiðingar og langaði til að verða gagnkynhneigður. Og ég átti að sjá hvort ég gæti hjálpað honum á einhvern hátt.“
„Ef þetta er eitthvað grín þá var það mjög vel útfært. Ég verð gerður að athlægi! Ohh well.“
Lloyd Robinson, Talent agent:
Bruno biður hann um hjálp við að hefja leiklistarferilinn sinn.
„Í Mars á síðasta ári, var ég í samræðum við þýska sjónvarpsstöð. Ég sagðist vera leita að þýsk/ensku- mælandi aðila til að vera með þátt sem héti Tub Talk. Ég fékk símtal frá manni sem sagði mér að ég þyrfti að hitta þennan mann sem héti Bruno.
„Bruno kemur svo, í silvur fatnaði, rauðu pungbindi og ég var alveg What? Drullaðu þér út af skrifstofunni minni. Frá mínu sjónarhorni var hann að ofgera þetta. Ég fékk símtal seinna og framleiðandinn hans sagði að Bruno vildi sýna fram á að hann gæti leikið. Þeir mæta aftur með tökulið og leikhæfileikar hans voru alger skítur. En það rann aldrei upp fyrir mér að það væri verið að gera at í mér. Bruno var ávallt mjög kurteis.“
„Enginn þekkti þennan mann. Og ég er umboðsmaður. Ég er bara ekki í þessum aldurshópi. Ég fór aldrei og sá Borat. Ég er ekki einu sinni með HBO. Fyrir um þrem vikum síðan var ég að keyra heim og sá allt í einu á horni Sunset og Doheny plakat á stærð við byggingu af Bruno. Kjálkinn á mér datt niður á gólfið í bílnum mínum. Núna þegar ég lít á það, og fatta hvað hann var að gera, þá finnst mér hann snillingur.“
Filipa Bleck, módel manager fyrir Elite Paris:
Viðtal við hana á Milan Fashion Show
„Ég var baksviðs og var að tala við stelpurnar mínar þegar maður kom til mín og bað um viðtal. Það var ekki Bruno. Ég spurði hann fyrir hvern viðtalið væri . Mig minnir að hann hafi sagt Austrian TV. Um leið og viðtalið byrjaði var fysta skipti sem ég sá Bruno. Mér fannst þetta eitthvað skrítið. Ég hló innra með mér og hugsaði Hver er þessi gaur með hræðilegan hreim og að spyrja svona heimskulegra spurninga?.“
„Ég komst að því eftir sýninguna að þetta væri Bruno. Allt hárgreiðsluliðið vissi hver þetta var og voru að skemmta sér við að fylgjast með mér. Þeir sögðu : Ohh Filipa, þú átt eftir að verða fræg núna.“
„Ég er með góðan húmor. Og ég er ekki sár. En ég get samt skilið að sumt fólk verði sárt. Þetta er fyndið en á sama tíma getur þetta virkinlega sært fólk. Ég á eftir að líta kjánalega út í þessari mynd en mér er nokkuð sama. Það er mjög auðvelt að líta kjánalega út því hann spyr svo heimskulegra spurninga.“
Ég lauslega þýddi þetta og valdi úr af heimasíðu New York Post ef þið viljið lesa greinina í heild sinni og á ensku þá má finna hana hér.
-
Sýnishorn
- • Trailer

