Ford aftur í Blade Runner

Harrison Ford mun snúa aftur í hlutverki Rick Deckard í framhaldi af hinni sígildu heimsendaástandsmynd Blade Runner frá árinu 1982, eftir Ridley Scott.

harrison ford blade runner

Upprunalega myndin var gerð upp úr bók Philip K Dick, Do Androids Dream Of Electric Sheep.

Tökur myndarinnar eiga að hefjast sumarið 2016 og Scott mun verða meðal framleiðenda.

Myndin á að gerast nokkrum áratugum eftir atburði fyrri myndarinnar.

Ekki er enn búið að upplýsa um hver muni leikstýra myndinni.

Ford, sem er 72 ára gamall, hefur mörg járn í eldinum þessi misserin. Hann mun meðal annars koma fram á ný sem Han Solo í næstu Star Wars mynd, Star Wars Episode VII: The Force Awakens, en hún verður frumsýnd í desember.