Focus World tryggir sér Djúpið

Bandaríska fyrirtækið Focus World hefur tryggt sér dreifingarréttinn í Bandaríkjunum á mynd Baltasars Kormáks, Djúpið.

Myndin verður sýnd í Bandaríkjunum undir heitinu The Deep á fyrri helmingi næsta árs, samkvæmt frétt Screen Daily. Hún var frumsýnd í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári.

Focus World er hluti af fyrirtækinu Focus Features sem framleiðir og dreifir innlendum jafnt sem erlendum myndum.

Djúpið hefur fengið góðar viðtökur hér á landi en með aðalhlutverkið fer Ólafur Darri Ólafsson.