Fjórar nýjar Pixar myndir á leiðinni

Nýjar fréttir af verkefnum Disney kvikmyndaversins streyma nú frá Disney Fan Fest, D23 Expo, sem stendur yfir nú um helgina í Anaheim í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 2.500 Disney aðdáendur fylgjast þar með því sem koma skal frá Disney.

Disney-Pixar tilkynntu til dæmis um framleiðslu á tveimur nýjum teiknimyndum í gær. Fyrri myndinni verður leikstýrt af Bob Peterson og framleidd af John Walker, og mun fjalla um risaeðlur. Myndin, sem er enn er án heitis, spyr spurningarinnar: „Hvað ef loftsteinninn sem rakst á jörðina og drap allar risaeðlurnar, hefði farið framhjá jörðinni? Myndin á sem sagt að sýna veröld þar sem risaeðlur eru enn á lífi.“
Myndin verður frumsýnd 27. nóvember 2013.

Seinni myndinni, sem leikstýrt verður af Pete Docter og framleidd af Jonas rivera, er lýst á þennan hátt: „Frá leikstjóranum Pete Docter kemur nýstárleg ný mynd sem veröld sem allir þekkja, en enginn hefur séð: inni í huga mannsins.“ Myndin kemur í bíó þann 30. maí, 2014.

Tvær aðrar Pixar myndir eru væntanlegar á undan þessum tveimur hér á undan. Myndin Brave kemur út 22. júní, 2012, og Monsters University kemur út 21. júní, 2013, en þar munu leikararnir John Goodman, Billy Crystal og Steve Buscemi mæta til leiks á ný ásamt Dave Foley.

Billy Crystal og leikstjóri Monsters University Dan Scanlon heilsast eftir að hafa horft á senu úr Monsters University, sem er forsaga Monsters teiknimyndarinnar vinsælu.