Samuel L. Jackson hefur tjáð sig um fjöldamorðið í Connecticut í Bandaríkjunum. Hann segir að ekki eigi að kenna ofbeldisfullum kvikmyndum eða tölvuleikjum um ódæðið.
„Mér finnst að hvorki kvikmyndir né tölvuleikir eigi einhverja sök á þessu. Ég held að þetta snúist ekki heldur um byssueign. Ég ólst upp í suðurríkjunum þar sem allir áttu byssur en aldrei var neinn skotinn,“ sagði Pulp Fiction-leikarinn við Los Angeles Times. „Þessi skotárás snýst um að enginn hefur kennt þessu fólki að bera virðingu fyrir lífinu. Við verðum að koma í veg fyrir að bilað fólk fái aðgang að byssum.“