Fjögur frækin fá aðra framhaldsmynd

Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Disney fyrirtækið ákveðið að kaupa Marvel teiknimyndasögufyrirtækið á 4 milljarða Bandaríkjadala, en nú þegar er hafin vinna við að búa til fleiri myndir upp úr teiknimyndasafni fyrirtækisins.  20tb Century Fox, sem hefur leyfi fyrir kvikmyndun á Fantastic Four ofurhetjunum, er að vinna að nýrri Fantastic Four bíómynd.  Spider-Man 4 er einnig í undirbúningi en myndin sú á að fara í framleiðslu snemma á næsta ári.
Fyrri Fantastic Four myndirnar, Fantastic Four frá árinu 2005 og Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer frá árinu 2007, var leikstýrt af Tim Story og skartaði meðal annars Jessica Alba í einu af aðalhlutverkunum. Óljóst er með endurkomu þessa fólks í nýju myndinni.
Af fleiri Marvel myndum er það að segja að verið er að vinna að framhaldi á X-Men Origins: Wolverine auk þess sem búið er að skrifa handrit fyrir X-Men Origins: First Class og X-Men Origins: Magneto. Auk þess hafa verið ræddar hugsanlegar myndir um hetjurnar Gambit og Deadpool.