Fimm fréttir: Oprah hjálpar The Butler á toppinn

Leikur Oprah Winfrey í The Butler var samkvæmt könnun stór ástæða fyrir óvæntri velgengni myndarinnar nú um helgina í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta hlutverk Oprah í Hollywood í 15 ár, síðan hún var í floppinu Beloved. Butler er toppmynd helgarinnar í USA.

Steve Wozniak, sem stofnaði Apple ásamt Steve Jobs, hreifst ekki mjög af Jobs. „Ég sá Jobs í kvöld. Mér fannst leikurinn heilt yfir vera góður,“ skrifaði Wozniak á Gizmodo. „Ég fylgdist með af athygli og mér var skemmt en ekki nóg til að mæla með myndinni.“

oprah winfrey

Disney kvikmyndafyrirtækið segist hafa tekið bíómynd sem átti að gera um Phineas and Ferb, eða Finnboga og Felix, af dagskrá. Óskarsverðlaunahafinn Michael Arndt ( Little Miss Sunchine ) átti að skrifa handritið, eins og við sögðum frá hér.

Joseph Kosinski á í viðræðum við Warner Bros um að leikstýra The Twilight Zone bíómynd. Myndin hefur verið í undirbúningi í fjögur ár og mun segja eina sögu úr „ljósaskiptunum“ en mynd gerð 1983 sagði fjórar aðskildar sögur.

Margir telja að mynd Bennett Miller, Foxcatcher, muni blanda sér í keppni um Óskarsverðlaunin. Búið er að ákveða frumsýningardag í USA, sem er 20. desember. Channing Tatum, Mark Ruffalo, Steve Carell og Vanessa Redgrave leika.