Feig hættir við Bridget Jones


Leikstjórinn (og Freaks & Geeks-skapandinn) Paul Feig var ekki lengi að komast á flottan samning hjá Universal eftir velgengni myndarinnar Bridesmaids, sem hann leikstýrði. Næsta verkefni hans átti að vera þriðja Bridget Jones-myndin en núna hefur hann hætt við það.

Ástæðan getur verið sú að Feig og framleiðendur voru bara ekki á sömu skoðunum með hina ýmsu hluti en það eina sem Feig hefur sagt er: „Ég tel að þetta sé hreinræktuð bresk kómedía sem þyrfti helst breskan leikstjóra um borð.“ Feig er bandarískur.

Núna leitar Universal að nýjum leikstjóra svo þeir geti byrjað í janúar, eins og alltaf stóð til. Renée Zellweger, Colin Firth og Hugh Grant snúa öll aftur.

Eru ekki allir að deyja hreinlega úr spenningi yfir þessari þriðju Bridget Jones-mynd? Stelpur, kommentið 🙂