Fassbender og McKellen taka viðtal við hvorn annan

x-men-magnetoLeikararnir Michael Fassbender og Sir Ian McKellen settust niður fyrir vefsíðuna Yahoo og tóku viðtal við hvorn annan. Gjörningurinn var til þess að kynna ofurhetjumyndina X-Men: Days of Future Past, þar sem þeir leika báðir stökkbreytingjann, Magneto.

X-Men: Days of Future Past var frumsýnd um helgina við góðar undirtektir. Í myndinni eru X-Men hetjurnar í vanda staddar því í myrkum hliðarheimi ganga ill vélmenni Bolivers Trask um og veiða og myrða stökkbreytta. Prófessor X og Magneto bregða því á það ráð að senda Wolverine aftur í tímann til að breyta sögulegum viðburði sem gæti haft áhrif á alla, jafnt mannfólk og stökkbreytta.

Í myndbandinu hér að neðan spjalla þeir félagar saman á léttu nótunum og spyrja hvorn annan spjörunum úr. Spurningarnar eru aðallega um persónuna Magneto og hvernig þeir féllust á að leika þennan myrka stökkbreyting.