Craig boðnar 150 milljónir dollara

Kvikmyndaverið Sony hefur boðið Daniel Craig 150 milljónir dollara fyrir að leika James Bond á nýjan leik í tveimur myndum til viðbótar, samkvæmt heimildum Radaronline.com

daniel craig„Kvikmyndaverið reynir á örvæntingarfullan hátt að tryggja sér þjónustu leikarans á sama tíma og það leitar að yngri arftaka hans,“ sagði heimildarmaður við Radar.

Á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við hlutverkið eru Idris Elba, Michael Fassbender og Tom Hiddleston.

Craig, sem er 48 ára, sagði eftir að tökum lauk á síðustu Bond-mynd að hann myndi frekar skera sig á púls heldur en að leika njósnarann á nýjan leik.

Næsta Bond-mynd er væntanleg eftir tvö ár.