Málaferli vegna myndarinnar Sahara, með þeim Matthew McConaughey og Penélope Cruz,
hafa staðið yfir í nokkurn tíma og gengið fram og til baka á milli
dómstiga. Þeir sem deila eru höfundur bókarinnar sem myndin var byggð
á, Clive Cussler, og framleiðslufyrirtækið Crusader Entertainment. Nú
síðast sneri dómstóll í Kaliforníu við fyrri dómi um að Cussler þyrfti
að greiða Crusader 5 milljónir Bandaríkjadala fyrir samningsbrot.
Stuttu áður hafði dómstóllinn hafnað kröfu Cusslers um að hann ætti að
fá þær 8,5 milljónir Bandaríkjadala sem hann taldi sig eiga rétt á frá
Crusader. Dómstóllinn ennfremur sneri við ákvörðun um að Crusader
ætti að fá greiddan lögfræðikostnað, en Cussler hafði á einum tíma í
ferlinu verið gert að greiða 14 milljóna dala lögfræðikostnað. Enn er
því óútkljkáð hver hefur betur í þessu máli, en málið fer nú fyrir æðra
dómstig.
Sahara, sem var frumsýnd árið 2005, var algjört flopp, en
hafði verð talin kandidat fyrir seríu framhaldsmynda, Sahara 1,2,3
osfrv. Þó að Cussler og Crusader hafi skrifað undir samning um
möguleikann á annarri og þriðju mynd, þá upphófust nær samstundis
deilur á milli þeirra yfir handriti fyrstu myndarinnar. Cussler var í
samningi sínum tryggður réttur á að samþykkja lokaútgáfu handrits, og
hann varð fljótlega með böggum hildar yfir handritinu, og byrjaði meira
að segja að skrifa sínar eigin útgáfur af handriti fyrir myndina, sem
hann reyndi að fá Crusader til samþykkja og nota í stað eiginlegs
handritsins fyrir myndina.
Dómstóll dæmdi Crusader í hag árið
2008, en áfrýjunardómstóll, sneri við krörum Crusader fyrir skaðabætur
sem fyrirtækið taldi sig eiga rétt á þar sem Cussler hafði verið iðnn
við að koma með neikvæð comment um verkefnið.

