Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Sahara 2005

Frumsýnd: 15. apríl 2005

Dirk Pitt. Adventure has a new name.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Landkönnuðurinn og fyrrum yfirmaður í bandaríska flughernum, Dirk Pitt, og hinn glaðhlakkalegi félagi hans Al Giordino, fara í stærstu ævintýraferð lífs síns þegar þeir fara að leita að týndu orrustuskipi frá því í þrælastríðinu, sem þekkt var undir nafninu "Skip dauðans", en í skipinu er leynilegur farmur. Skipið er talið vera týnt í eyðimerkum... Lesa meira

Landkönnuðurinn og fyrrum yfirmaður í bandaríska flughernum, Dirk Pitt, og hinn glaðhlakkalegi félagi hans Al Giordino, fara í stærstu ævintýraferð lífs síns þegar þeir fara að leita að týndu orrustuskipi frá því í þrælastríðinu, sem þekkt var undir nafninu "Skip dauðans", en í skipinu er leynilegur farmur. Skipið er talið vera týnt í eyðimerkum Vestur Afríku. Þeir félagarnir rekast síðan á hina bráðsnjöllu og undurfögru Eva Rojas, sem er vísindamaður sem vinnur fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en miskunnarlaus einræðisherra er á hælunum á henni og vill koma henni fyrir kattarnef. Hún hefur trú á því að hinn faldi leynilegi fjársjóður gæti tengst stærra vandamáli sem ógnar öllu lífríki í kring. Í þessari leit sinni að skipi sem enginn annar trúir að sé til, þá þurfa þau Dirk, Al og Eva að treysta á innsæi sitt og dirfsku, til að snúa á hættulega stríðsherra, lifa af í hættulegu umhverfi, og komast til botns í leyndardóminum.... minna

Aðalleikarar

Dull húmor en góðar sprengjur
Í heldina nokkuð hallærisleg mynd með lélegum one-linerum og hreint út sagt pirrandi söguþræði. Nánar tiltekið þá er framvinda mála mjög asnaleg. Til að taka dæmi „vá ég er í fótbolta, úff, boltinn fór niður í kjallara best að elta hann, hvaða hvaða, en sú heppni hér fann ég nokkuð sem getur hjálpað okkur“. Myndin er full af svona.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sahara er ekki svona mynd sem maður á eftir að muna eftir. Hún er meira svona mynd sem maður fer á og segir eftir tíu ár Ég held að ég hafi séð þessa einhverntíma. En þrátt fyrir það er myndin nú alls ekki slæm, langt frá því reyndar. Myndin fjallar um að Dirk Pitt (Matthew McConaughey)fer að leita að löngu horfnu skipi sem á að vera einhverstaðar á Saharasvæðinu, til þess fær hann hjálp vinar síns Al Giordino(Steve Zahn) og síðan slæst Eva Rojas (Penélope Cruz) með í förina til að reyna að finna sökina á sjúkdómi sem er búin að drepa fullt af fólki, saman lenda þessi þrjú í allskonar ævintýrum.ég mæli með að horfa á þessa mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sahara er ekki svona mynd sem maður á eftir að muna eftir. Hún er meira svona mynd sem maður fer á og segir eftir tíu ár þegar maður sér hana á videóleigu Ég held að ég hafi séð þessa einhverntíma. En þrátt fyrir það er myndin nú alls ekki slæm, langt frá því reyndar. Myndin fjallar um að Dirk Pitt (Matthew McConaughey)fer að leita að löngu horfnu skipi sem á að vera einhverstaðar á Saharasvæðinu, til þess fær hann hjálp vinar síns Al Giordino(Steve Zahn) og síðan slæst Eva Rojas (Penélope Cruz) með í förina til að reyna að finna sökina á sjúkdómi sem er búin að drepa fullt af fólki, saman lenda þessi þrjú í allskonar ævintýrum. Ég hef reyndar ekki lesið bókina eftir Clive Cussler svo ég get ekki borið myndina saman við bókina en mér finnst myndin eiga skilið 3 stjörnur en einungis út af snilldar leik hjá Steve Zahn sem heldur myndinni algjörlega uppi ef ekki væri fyrir hann þá mundi ég gefa 2 og hálfa stjörnu. Ég skil reyndar ekki af hverju myndin fær svona slæma dóma allstaðar annarstaðar en á þessari síðu. En sem sagt 3 og hálfa stjörnu frá mér, og ég mæli mikið fyrir þá sem fýla spennumyndir, þá er þetta sú rétta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd og leikararnir voru mjög leiðinlegir í hlutverkum sínum, semsagt, lélegt handrit og leikurinn fyrir neðan allar hellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög góð mynd um tvö mjög góða vini sem eru nokkurn veginn fornleifafræðingar en samt ekki eins og Indiana Jones. Þeir eru að leita að skipi sem einhvernveginn hafnaði í eyðimörk, mjög góð hasar og grín mynd. En einnig er plága í gangi í landi eða borg (veit ekki hvort það er) sem heitir Mali.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.09.2015

Crowe leikur þræl í eyðimörk

Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe mun leika aðalhlutverkið í In Sand and Blood, samkvæmt kvikmyndasíðunni The Wrap.  Handritið er byggt á hinni sannsögulegu bók Skeletons on the Zahara: A True Story of Survival. Hún fjallar um ban...

22.07.2015

Mendes hættur og farinn í leikhús

Sam Mendes leikstjóri James Bond myndanna Skyfall og Spectre, hefur staðfest að hann muni ekki leikstýra James Bond mynd á ný. Mendes sló í gegn með Skyfall árið 2012 og snýr nú aftur með Spectre, og með Daniel Craig í ...

09.11.2014

Útilokar ekki Interstellar framhald

Aðalstjarna geimmyndarinnar Interstellar, Matthew McConaughey, vill ekki útiloka að gert verði framhald af myndinni.   Í samtali við Sky News Entertainment Week, sagði Óskarsverðlaunahafinn: "Það er mögulegt, ég myndi auðvitað þurfa að skoða það náið eins og ég geri alltaf, þ.e. handrit,...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn