Það hefur verið mikil umræða vestanhafs undanfarna daga hvort Johnny Depp muni leika í Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides. Ásæðan er sú að einn af hans nánustu vinum sem var tengiliður hans við Disney var rekinn nýlega, Dick Cook.
Dick átti heiðurinn að því að fá Depp til að leika Sparrow upprunalega en Disney vildi fá einhvern hefbundnari til að leika sjóræningjann, einhvern svipaðan og Orlando Bloom. Eftir uppsögnina kom Depp opinberlega fram og lýsti því yfir að hann hefði lítinn sem engann áhuga á því að leika í annari Pirates mynd.
Fjölmiðlar vestanhafs eru þó ekki sammála um hovrt Depp muni hætta leika Sparrow því hann hefur oft sagt það opinberlega að hann elski persónuna. Hann sé bara að lýsa óánægju sinni með uppsögn Dicks, og hugsanlega kominn með ás í ermina þegar kemur að því að ræða um launin sín fyrir næstu mynd.

