Engin lifur á matseðli Hannibals?

Getur verið nýja sjónvarpsþáttaserían um mannætuna og fjöldamorðingjann Hannibal æsi upp í manni hungur?

Aðstandendur þáttanna telja amk. að svo geti verið miðað við nýja skyndibitabílinn sem NBC sjónvarpsstöðin er búin að setja upp á South By Southwest tónlistar -, sjónvarps -og kvikmyndahátíðinni í Austin í Texas sem nú stendur yfir.

Í bílnum er hægt að panta mat með Hannibal tengdu þema, en bíllinn er skreyttur með mynd af aðalstjörnu þáttanna, Mads Mikkelsen í hlutverki Hannibals Lecter, að þurrka sér eftir saðsama og kjarngóða máltíð.

Þættirnir verða frumsýndir eftir tæpan mánuð á NBC og kynningarherferð stendur nú sem hæst, og er bíllinn hluti af þeirri herferð.

Sjáið svo matseðilinn hér fyrir neðan:

Þarna er m.a. boðið upp á Hroða tacos en það vekur athygli að ekki er boðið upp á lifur og hestabaunir með einhverju góðu chianti, en eins og menn muna er Hannibal afar hrifinn af slíkri samsetningu:

Matseðilinn hér að ofan lítur amk. vel út fyrir þá sem eru á staðnum.

Smellið hér til að lesa frétt okkar um Hannibal og skoða nýja kitlu úr þáttunum.

 

Stikk: