Endurgerðu kvikmyndaplaköt á elliheimilinu

Það eru eru ekki allir sem hlakka til þess að enda á elliheimili. Í hugum margra er lítið um líf og fjör á stofnunum þar sem gamalt fólk er sett saman, en þó ekki í öllum tilfellum.

Á elliheimilinu Shenley Wood í bænum Milton Keynes á Englandi hefur gamla fólkið nóg fyrir stafni. Rétt fyrir áramót tóku þau sig saman og fóru í myndatöku og endurgerðu nokkur af frægustu kvikmyndaplakötum allra tíma.

Myndirnar voru gerðar fyrir dagatal elliheimilisins og gerðu þau ný plaköt fyrir myndir á borð við Grease, Star Wars og Harry Potter.

Hér að neðan má sjá þessar frábæru endurgerðir.

01 - t7BtVYK 02 - OhI8QxM 03 - dQs9odD 04 - ewUaXsF 05 - krwPTcL 06 - q4PQLTX 07 - 59h5dZb 08 - HckEUh7 09 - cgFWR0m 10 - afeL7cb 11 - MRT37Wn 12 - upnR82C