Eldgos tefur Empire

 

Við getum
líka skrifað eldgosafréttir! Jeij! Ástæðan? Jú, eldgosið í
Aye-yah-fjudl-uh-yer-kudl hefur nefnilega haft mikil áhrif á birgja sem sjá
prentsmiðju kvikmyndatímaritsins Empire fyrir efni, og því hafa þeir neyðst til
fresta útgáfu 252. tölublaðs síns um heila viku, en blaðið átti upphaflega
að koma út 22. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ritstjóri blaðsins,
Mark Dinning, gaf út á vefsíðu þess í morgun.

Áhrifa Volcanolypse 2010 gætir því greinilega afar víða, nema kannski helst á Íslandi,
því Myndir mánaðarins frestast ekki neitt, og mun 196. tölublað þeirra koma út á áætluðum
útgáfudegi sínum, 29. apríl. Í því verður einkaviðtal við Gísli Örn Garðarsson
auk viðtala við Mickey Rourke, Russell Crowe og fleiri, auk þess sem við
upplýsum hver besta mynd tíunda áratugarins var, samkvæmt vali ykkar hér á
síðunni.

Ein vísbending: Sigurvegarinn er ekki þessi mynd.