Leikarahópur Shame og 12 Years a Slave leikstjórans Steve McQueen fyrir myndina Widows, er farinn að líta ansi vel út, en nýjasta viðbótin í hópinn er Guðföðurs leikarinn Robert Duvall.
Myndin er kvikmyndaútfærsla á samnefndri sjónvarpsstuttseríu eftir BAFTA sigurvegarann Lynda La Plante ( Prime Suspect ).
Widows fjallar um eiginkonur fjögurra vopnaðra ræningja, sem ákveða að snúa bökum saman og klára ránið sem eiginmennirnir ætluðu að framkvæma, eftir að þeir eru drepnir í miðjum verknaðinum.
Handritið er eftir Gone Girl höfundinn Gillian Flynn.
Aðrir helstu leikarar eru Viola Davis, Cynthia Erivo, Michelle Rodriguez, Elizabeth Debicki, Daniel Kaluuya, Andre Holland, Liam Neeson og Colin Farrell.
Tökur myndarinnar eiga að hefjast í sumar, en frumsýningardagur er enn óákveðinn.
Duvall mun leika föður Colin Farrell, sem gæti hjálpað ekkjunum með ránið.
Duvall er sem fyrr með mörg járn í eldinum. Hann lék nýverið í mynd James Franco, In Dubious Battle, og lék á móti Robert Downey Jr. í The Judge. Þá koma hann fram í myndinni Wild Horses.