Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Shame 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. febrúar 2012

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Shame hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun, bæði fyrir leikstjórn, handrit og leik en Michael Fassbender var m.a. tilnefndur til bæði Golden Globe- og BAFTAverðlaunanna fyrir hlutverk sitt.

Brandon Sullivan býr í New York og er ágætlega stæður viðskiptamaður sem við fyrstu sýn virðist njóta lífsins og höndla það alveg ágætlega. En Brandon glímir við veikleika sem litar líf hans verulega þegar venjubundnum störfum sleppir. Hann er nefnilega forfallinn kynlífsfíkill og um leið myndu margir segja að siðferði hans í þeim efnum og samskiptum... Lesa meira

Brandon Sullivan býr í New York og er ágætlega stæður viðskiptamaður sem við fyrstu sýn virðist njóta lífsins og höndla það alveg ágætlega. En Brandon glímir við veikleika sem litar líf hans verulega þegar venjubundnum störfum sleppir. Hann er nefnilega forfallinn kynlífsfíkill og um leið myndu margir segja að siðferði hans í þeim efnum og samskiptum við hitt kynið sé ábótavant. Dag einn flytur systir Brandons, Sissy, inn í íbúðina til hans og líf þeirra beggja tekur skyndilegum stakkaskiptum þegar hún neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og um leið til að gera upp sársaukafulla fortíð þeirra.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Kynlífsfíkn er ekki alltaf góð.
Þessi mynd er góð en samt sem áður það mikið sérstök að hún telst líka sem léleg. Það er erfitt að segja um hvað Shame er. Ég reyndi að finna út söguþráðinn en það er enginn söguþráður heldur entómt kynlíf og aftur kynlíf. Það góða við Shame er að leikarinn Michael Fassbender (Sem leikur aðalhlutverkið) er fáránlega góður leikari og hann sannar það hérna með stæl. Hins vegar fór á myndina með þeim væntingum að hún væri sérstök, spennandi og auðvitað smá drama með en ég fór af Shame ekki sáttur.

Ég ætla svona að reyna að segja frá söguþræðinum. Brandon Sullivan (Michael Fassbender) hann er kynlífsfíkill, svo einn daginn þá birtist systir hans heim til hans Sissy Sullivan (Carey Mulligan) og þá auðvitað getur Brandon ekki vert venjulegur því að hann var vanur að koma með stelpur heim og skoða mikið klám alla daga. Þegar Sissy kemur til hans alveg allslaus eftir að kærastinn hennar hætti með henni. Sissy og Brandon eru ekki í góðu sambandi því að Sissy hefur ekki hugmynd um hans kynlífsfíkn. En svo fara hlutirnir að verða skrítnari og skrítnari...

Shame er engan veginn mynd fyrir alla. Hún er gróf og líka heldur sér ekki mikið við efnið. Leikstjórinn Steve McQueen (Sem er með mjög töff nafn) kemur stekur inn með mynd sem alls ekki allir geta höntlað. Shame er sjúk mynd, það gerist margt í Shame sem maður vill helst ekkert vita af. Shame er þannig mynd "Once in a lifetime" ég sé samt smá eftir að hafa farið á hana í bíó. Hún er ekki þess virði. Hún er svona mynd sem maður tekur á leigunni og verður í svo smá sjokki eftir myndina og þá eina sem maður getur hugsað er eitt stórt spurningarmerki. Það er ekki mikið talað í Shame en hún nær samt á köflum að fara langt yfir strikið. Svo er líka þessi mikla nekt sem er að gera myndina toppar allt. Þökk sé nektinni þá er Shame svo fáránlega óþægileg mynd, þetta er ekki mynd sem maður tekur kærustuna/fjölskylduna á og býst við að þau fýli Shame í botn.

Leikararnir stóðu sig mjög vel og þá sérstaklega Michael Fassbender. Maður sá Fassbender í Inglourious Basterds og 300. Það var enginn neitt að pæla í hvað býr í þessum Michael Fassbender en hann er svakalega góður leikari. Hann tekur hlutverkin sýn og leikur þau með milari tilfiningu. Steve McQueen hann heitir það næstum því það sama og kvikmyndahetjan okkar Steven McQueen en Steve hann er ekki búinn að skara neitt framúr í kvikmyndaheiminum en ég er alveg viss um að eftir Shame þá mun hann gera nokkrar góðar myndir.

Kvikmyndatakan er ansi fjölbreytt. Það koma tímar í Shame þegar kvikmyndatakan er alveg að skíta upp á bak, en svo koma líka tímar á móti þegar takan er að gera stórta hluti. Eitt atriðið í myndini sem ég kalla New York, New York er eitt gott dæmi um þegar kvikmyndatakan er að skíta upp á bak. En svo koma líka tímar þegar hún er alveg að bjarga Shame. Það var nú eitt atriði þarna sem ég vildi helst labba út úr salnum. Shame er mjög, mjög öðruvísi kvikmynd og mjög óþægileg.

Karakterinn Brandon Sullivan (Michael Fassbender) hann er mjög flókinn og mjög svo vel unnin karakter. Hann er mjög lokaður og vill helst vera einn með konu eða aleinn með kláminu sínu. Hann fær svona "kynlífsþarfir" á nánast öllum stöðum sem hann getur verið á. Hann er maður sem fólk er ekki mikið að umgangast. Brandon er maður sem vill halda skömm sinni fyrir sjálfan sig og gerir hvað sem er til að halda því þannig. Hann skammast sín ekkert smá lítið fyrir að vera svona mikill kynlífsfíkill. Hann gerir fullt af hlutum sem hann ræður ekkert við. Svo þegar hann er búinn að framkvæma þá og er búið að átta sig á því þá sér hann alveg óteljanlega mikið eftir þeim. Brandon reynir virkilega að hætta en fíknin er svo mikil.

Endirinn er alls ekki góður. Ég var í sjokki yfir hversu illa endirinn kom út. Shame endaði á allt annan hátt en ég var að vonast. McQueen þarf virkilega að bæta sig í að gera endi. Endirinn dró Shame svoldið mikð niður en samt er hann ekki hræðilegur en hann mætti vera miklu betri en hann er. Ég var mjög hissa á hvernig þessi mynd endaði. Hún lætur mann halda ímislegt en hún fer svo í allt aðra átt en við höfum hugsað okkur.

Shame er óþægileg og of mikil nekt í mynini. Það var mjög langt síðan að ég hafði séð jafn óþægilega mynd í bíó. Leikararnir standa sig mjög vel og þá sérstaklega Michael Fassbender. Þessi mynd er alls ekki fyrir alla og þá sérstaklega ekki fyrir fólk sem getur ekki horft á svona myndir. Nektnin er alltof mikil og hún fær mann að líða illa.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snjöll, köld og óþæginleg
Shame er ein af þessum myndum sem virkilega festist í manni eftir að maður er búinn að horfa á hana. Eina aðra myndin frá 2011 sem hélst eins óþægilega í mér var spænska myndin The Skin I Live In. En á meðan The Skin I Live In er artý-hryllingsmynd með útskýrðum ástæðum karakteranna og inniheldur þemur á borði við hefnd og siðblindu, þá er Shame köld, kynlífsbundin drama sem krefst þess af manni að fylla ofan í holur (sem eru ekki nógu stórar til að hafa neikvæð áhrif á myndina) og fjallar einfaldlega um sjálfshatur aðalkaraktersins.

Þetta er mynd sem varð betri eftir að ég var búinn að horfa á hana og fór að hugsa meira út í smáhluti sem náðu ekki athygli minni í fyrstu. Ekkert við þessa mynd er fullkomlega útskýrt, deilur systkinanna í myndinni er ekki ekki úskýrt til fyllstu fyrir áhorfandann, sumar ákvarðanir aðalpersónunnar virðast vera óraunsæjar í fyrstu og endirinn segir lítið á yfirborðinu. En með nánari athugun kemur margt fram og myndin hefði ekki orðið betri með því að mata útskýringum ofan í áhorfandann.

Shame er engan veginn mynd fyrir alla. Það sem gerist í myndinni gæti látið hverjum sem er líða illa, enda er verið að tala um fíkn yfir eitthverju sem ágætur hluti af fólki stundar. Leikstjórinn Steve McQueen fer miskunnarlaust í gegnum þessa mynd og ákvörðun hans að útskýra ekki allt er snjöll og framkvæmd nær fullkomlega. Það er mikið kynlíf í þessari mynd og þar að auki nekt en sjaldan hefur verið eins mikill tilgangur með því. Þetta er ekki þarna bara út af því að þetta er nekt. Þetta er sett þarna til að setja meiri persónusköpun í aðalkarakterinn og til að bæta óþægindin (jebb, kynlíf getur víst gert það). Það er ráðlegt að fylgjast vel með þessari mynd, enda mæli ég ekki með að fara tvisvar sinnum á hana.

Ein stærsta ástæða fyrir óþægindum þessarar myndar er frammistaða Michael Fassbender, sem Óskarinn ákvað, af einhverjum ástæðum, ekki að tilnefna fyrir besta leik. Frá kalda, hreyfingalausa skotinu af honum nöktum í rúminu til þríhyrningsins til að fylla óvenjulegar þarfir sínar, missir maðurinn aldrei trúðverðugleika sinn. Karakterinn er líka vel saminn og flókinn. Skoðun manns á honum getur skipst frá því að hann sé heillandi til þess að sjá kaldan og særandi einstakling, en maður finnur alltaf til með honum þegar eitthvað kemur fyrir hann. Þessi karaker er ekkert annað en sorglegur. Maðurinn er svo háður kynlífi að hann gerir fáranlega óskynsama hluti. Maður sem vill halda skömm sinni fyrir sjálfan sig og gerir hvað sem er til að halda því þannig. Hann notast mikið við svipbrigði en þegar hann notar röddina sína þá kann hann að nota hana. Eitt af síðustu skotum myndarinnar inniheldur eitthvert kraftmesta atriði ársins án nokkurs efa og Fassbender er ótrúlegur þar.

Aðrir leikarar standa sig vel líka. Carey Mulligan er frábær sem systir Fassbender. Sambandið milli þeirra er erfitt og hefur verið í langan tíma, en myndin kemur ekki með beina skýringu af hverju heldur lætur ákvarðanir karakteranna segja sitt. Nicole Beharie og James Badge Dale standa sig líka vel en fá ekki roslega mikinn skjátíma, enda er aðalfókusinn á Fassbender og sambandi hans við Mulligan. Þau koma samt sem áður með mikilvæga karaktera, enda eru þau bæði eitthvað fyrir Fassbender sem hægt er að kalla venjulegt samband, og fátt hræðir manninn meira.

Eitt annað sem mér fannst gott við myndina var kvikmyndatakan. Það eru nokkur atriði í myndinni sem eru óklippt í langan tíma og setur öflugt andrúmsloft í myndina. Dæmi um svona atriði var þegar Fassbender fór að skokka, og þegar Mulligan syngur New York, New York. Bæði atriði sem komu kannski ekki með stórkostlega mikinn tilgang en bæði voru framkvæmd á svo góðan hátt að myndin hefði ekki verið sú sama án þeirra. Síðan eru líka nokkur svona atriði þar sem eru sýnd mjög eðlileg samskipti á milli karakteranna Það er alltaf gaman að sjá kvikmyndatöku sem gerir þetta, enda er þetta bæði flott og lætur frammistöður leikaranna vera kröfuharðari og samspilið er þar að auki betra.

Það er orðið langt síðan ég sá eins óþægilega mynd. Fyrir utan eina ákvörðun í endann þá er lítið sem er að þessari mynd. Hún er aftur á móti vel leikin, vel skrifuð, hrikalega óþægileg og kröftug á tímapunktum og óhrædd við að koma með þessa sýn.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.06.2023

Ofgnótt ólíkra köngulóarmanna

Árið 2018 fengum við frábæra nýja útgáfu af Spider-Man mynd þegar hin stórskemmtilega Spider-Man: Into the Spider-Verse kom í bíó. Þar var á ferðinni ekki hefðbundin leikin ofurhetjumynd með tilheyrandi tæknibrell...

28.01.2023

Allir eiga skilið að verða ástfangnir

Shameless og The Dropout stjarnan William H. Macy vonast til þess að áhorfendur sem mæta í bíó til að sjá nýju gamanmyndina hans, Maybe I Do, sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina, trúi því í lok myndar að fólk eigi...

08.05.2020

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fre...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn