Ekkert fararsnið á Black Adam

Það er ekkert fararsnið á ofurhetjunni Black Adam, sem Dwayne Johnson túlkar í samnefndri kvikmynd, en hún situr sem fastast þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Enn hefur hún talsverða yfirburði á listanum og munar um þremur milljónum króna á aðsóknartekjum Black Adam og næstu myndar á eftir, Kalla káta krókódíl, sem heldur stöðu sinni frá því í síðustu viku.

Mikill máttur!

Særingar og tónlist

Nýju myndirnar tvær, hrollvekjan Prey for the Devil og íslenska kvikmyndin Band, náðu fjórða og sextánda sætinu, en 375 manns börðu særingarmyndina augum en 54 mættu á tónlistarmyndina.

Þriðja aðsóknarmesta kvikmynd landsins er eins og í síðustu viku verðlaunamyndin Triangle of Sadness.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: