Dýrmætur Johnson

Viðskiptatímaritið Forbes greinir frá því að Dwayne „The Rock“ Johnson sé dýrmætasta kvikmyndastjarna ársins sem nú er að líða, en það er mælt í tekjum sem kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í hafa þénað, ekki í launum hans sjálfs.

the rock

Stóran hlut að máli átti gríðarleg velgengni sjöttu Fast and the Furious myndarinnar, sem frumsýnd var á árinu, en einnig nutu G.I. Joe: Retaliation og Pain and Gain mikilla vinsælda.

Samanlagt voru tekjur af myndum Johnson á árinu 1,3 milljarðar Bandaríkjadala, ( 151 milljarður íslenskra króna ) en næstur á lista er Robert Downey Jr. en mynd hans Iron Man 3 þénaði ein og sér 1,2 milljarða Bandaríkjadala.

Sú leikkona sem lokkaði flesta gesti í bíó á árinu var Sandra Bullock, en hún er fimmta á lista yfir þá leikara sem náðu bestum árangri á þessu sviði. Frábær árangur geimmyndarinnar Gravity, á þar stóran hlut að máli ásamt því sem gamanmyndin The Heat, naut mikilla vinsælda. Samtals halaði Sandra inn 862 milljónir dala í myndum sínum.

Aðrir á listanum eru eftirfarandi listamenn: Steve Carell ($964 milljónir), Vin Diesel ($887 milljónir), Paul Walker heitinn ($789 milljónir), Billy Crystal og John Goodman (milljónir vegna Monsters University), Chris Hemsworth ($701 milljónir), og Jennifer Lawrence ($700 milljónir, en hún á enn eftir að raka saman seðlum á árinu í myndum eins og The Hunger Games: Catching Fire og American Hustle).