Stuttmynd Árna Beinteins Árnasonar, Auga fyrir Auga, var gefin út í byrjun mánaðarins. Einnig fór
upp getraun í tengslum við diskinn fyrir stuttu.
Árni Beinteinn hefur
heldur betur verið að gera það gott undanfarið. Sjálfur sá ég reyndar ekki Duggholufólkið, en ég hef það reyndar á planinu að kíkja á hana við tækifæri þar
sem að ég hef heyrt stórfína hluti.
Hér fyrir neðan er skrautleg gagnrýni
og umfjöllun á diskinn sjálfan. Ég tek það fram að þessi gagnrýni byggist
einungis á mínu áliti, en ekki annara á síðunni. Ég gerði mér strax grein fyrir
því þegar ég var beðinn um að rýna í diskinn, að ég væri að segja mitt álit en ekki prómóta diskinn (til þess höfum við getraunina).
RÝNI
„Það sést
langar leiðir að Árni Beinteinn hefur mikinn áhuga á kvikmyndagerð, sem er að
sjálfsögðu hið besta mál. Ég man annars að Robert Rodriguez sagði að í hverjum
tilvonandi kvikmyndargerðarmanni leynast svona u.þ.b. 20 mjög slæmar
stuttmyndir, og best væri að koma því öllu út í tilraunum áður en maður stefnir
að alvöru verkefnum.
Árni þarf klárlega að prufa sig áfram.“
Lesa
restina af dómnum hér. Munið að skrolla neðst.
AUKAEFNI:
– FRUMSÝNING
MYNDAR
Rúmar þrjár mínútur af gleðinni sem fylgir því að sýna verk sitt fyrir framan opinn sal. Ekki sakar heldur að salurinn hafi saman staðið af
jafnöldrum Árna. Eflaust stemmari þar. Guð veit af hverju.
Annars voða lítið annað en bara
spenningurinn hans Árna sem kemur fram. Hefði verið skemmtilegt að fá orð frá
öðrum aðstandendum.
– UMFJÖLLUN AÐSTANDENDA
Árni og co. koma
hér með smá commentary, og sem slíkt gegnir þetta alveg hlutverki
sínu.
– FYRRI MYNDIN
Hér fá menn að sjá „forverann,“ þ.e.a.s.
myndina sem Auga fyrir Auga fylgir eftir. Þessi er augljóslega ekki tekin upp í
eins góðum gæðum. Myndatakan er líka vægast sagt amatör.
–
MISTÖK
Mikið hlegið á settinu. Eflaust mikið stuð meðal manna á bakvið
tjöldin. Hláturinn smitast ekki út fyrir sjónvarpsskjáinn þó.
– GERÐ MYNDARINNAR
Segir sig sjálft. Voða týpískt lúkk
á bakvið tjöldin. Fíla tækjabúnaðinn hins vegar. Vel gert þar!
–
STIKLUR
Trailerar. Sumt sýnir næstum alla myndina.

