Myndin er nútíma ævintýri og fjallar um Kalla, tólf ára borgarbarn sem er alinn upp af einstæðri móður í úthverfi Reykjavíkur. Hann eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái, í ævintýralöndum netheima, tölvuleikjum eða horfandi á DVD og sjónvarp.
Þegar Kalli er sendur vestur á firði til að dvelja hjá pabba sínum um jólin á afskekktum sveitabæ... Lesa meira
Myndin er nútíma ævintýri og fjallar um Kalla, tólf ára borgarbarn sem er alinn upp af einstæðri móður í úthverfi Reykjavíkur. Hann eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái, í ævintýralöndum netheima, tölvuleikjum eða horfandi á DVD og sjónvarp.
Þegar Kalli er sendur vestur á firði til að dvelja hjá pabba sínum um jólin á afskekktum sveitabæ breytast sýndarævintýri skjáheima í alvöru ævintýri. Hann fær fljótlega nóg af sveitalífinu og ákveður að stinga af. Fljótlega er hann rammvilltur, símasambandslaus í kafaldsbyl og rekst meira að segja á lifandi ísbjörn.
En sýndarheimar eru ekki bara á skjánum, í afskekktri sveitinni eru á reiki dularfullar verur sem er erfitt að festa hönd á - Dugguholufólkið.... minna