Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Duggholufólkið 2007

(No Network)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 30. nóvember 2007

81 MÍNÍslenska

Myndin er nútíma ævintýri og fjallar um Kalla, tólf ára borgarbarn sem er alinn upp af einstæðri móður í úthverfi Reykjavíkur. Hann eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái, í ævintýralöndum netheima, tölvuleikjum eða horfandi á DVD og sjónvarp. Þegar Kalli er sendur vestur á firði til að dvelja hjá pabba sínum um jólin á afskekktum sveitabæ... Lesa meira

Myndin er nútíma ævintýri og fjallar um Kalla, tólf ára borgarbarn sem er alinn upp af einstæðri móður í úthverfi Reykjavíkur. Hann eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái, í ævintýralöndum netheima, tölvuleikjum eða horfandi á DVD og sjónvarp. Þegar Kalli er sendur vestur á firði til að dvelja hjá pabba sínum um jólin á afskekktum sveitabæ breytast sýndarævintýri skjáheima í alvöru ævintýri. Hann fær fljótlega nóg af sveitalífinu og ákveður að stinga af. Fljótlega er hann rammvilltur, símasambandslaus í kafaldsbyl og rekst meira að segja á lifandi ísbjörn. En sýndarheimar eru ekki bara á skjánum, í afskekktri sveitinni eru á reiki dularfullar verur sem er erfitt að festa hönd á - Dugguholufólkið.... minna

Aðalleikarar

Frábær mynd
Ég fór á þessa mynd um daginn og hún var með góðum tæknibrellum og bara mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.03.2013

Íslensk kvikmyndahelgi

Tugir íslenskra kvikmynda verða sýndar um allt land næstkomandi helgi og er frítt inn á þær allar. Tilefnið er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands og þar með bjóða íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn