Náðu í appið
Öllum leyfð

Stikkfrí 1997

(Count Me Out)

Frumsýnd: 26. desember 1997

Barnsrán er enginn barnaleikur

78 MÍNÍslenska

Hrefna er tíu ára gömul stúlka sem býr hjá móður sinni og stendur í þeirri trú að faðir hennar hafi alla tíð búið í Frakklandi. Á tíu ára afmælisdeginum sínum kemst hún að því að hann býr í raun og veru í Breiðholtinu. Hrefna fer strax á stúfana ásamt vinkonu sinni Yrsu og uppgvötar að pabbinn er giftur annarri konu og á með henni tveggja ára... Lesa meira

Hrefna er tíu ára gömul stúlka sem býr hjá móður sinni og stendur í þeirri trú að faðir hennar hafi alla tíð búið í Frakklandi. Á tíu ára afmælisdeginum sínum kemst hún að því að hann býr í raun og veru í Breiðholtinu. Hrefna fer strax á stúfana ásamt vinkonu sinni Yrsu og uppgvötar að pabbinn er giftur annarri konu og á með henni tveggja ára gamalt barn. Hrefna gerir nokkrar árangurslausar tilraunir til að ná athygli pabba síns og við eina slíka tilraun haafa vinkonurnar barnið á brott með sér. Nú upphefst mikill gamanleikur þegar stelpurnar reyna að tjónka við þá stuttu með öllum tiltækum ráðum. Á sama tíma leitar lögreglan ákaflega að barninu um alla borg.... minna

Aðalleikarar


Lélegasta mynd sem ég hef séð. Ég hefði frekar átt að horfa á auglýsingar heldur enn myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stikkfrí er ein besta barnamynd sem hefur verið gerð á Íslandi. Leikarar bera af, og þá sérstaklega Bergþóra Aradóttir og Halldóra Geirharðs. Öll fjölskyldan hefur gaman af þessari mynd og þess vegna gefum við henni 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tvær vinkonur hefja leit að föður annarrar þeirra og flakka einar um götur Reykjavíkurborgar. Til að faðirinn hafi nú örugglega samband við dótturina, þá taka þær upp á því að ræna barni föðurins, sem hann á ásamt núverandi eiginkonu sinni. Að sjálfsögðu heppnast þetta uppátæki stúlknanna og málin leysast farsællega í lok myndarinnar. Í myndinni koma fyrir margir ofnotaðir leikarar, þ.e. sviðsleikarar, sem eru búnir að leika í allt of mörgum kvikmyndum. Leikurinn fær hálfa stjörnu hjá mér. Hinn helmingurinn af stjörnunni fer í viðleitnina. Söguþráður myndarinnar er fínn, en það er allt of illa unnið með hann. Þetta hefði getað orðið góð mynd ef að hún hefði verið aðeins raunsærri. Þetta er fín mynd, svo framarlega sem þú ert undir fimm ára aldri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst þessi rauðhærða alvag slá í gegn. En það er eitt sem er ömó, það er með þetta lag sem Örn A er að syngja. Þær fara í hljóðverið og síðan um kvöldið er það allt í einu komið í útvarpið. Oftast koma lögin eftir viku eða svo. Annars finnast litlu frændum mínum hún skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Söguþráðurinn er frábær eina af bestu barna myndum til þessa. Frábærir leikarar og ekki síst Bergþóra Aradóttir og Haldóra Björnsdóttir . Skemmtileg mynd sem fær alla til að hlæja . Þess vegna gef ég þessari mynd 4 stjörnur fyrir að vera besta barna mynd til þessa
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn