Downey Jr. ýtti mér úr Iron Man

terrence howard 2.2Bandaríski leikarinn Terrence Howard segir að Robert Downey Jr., sem leikur Iron Man í Iron Man og The Avengers ofurhetjumyndunum, hafi ýtt sér út úr Iron Man framhaldsmyndunum. Þessi orð lét hann falla í viðtali  í þættinum Watch What Happens Live á Bravo sjónvarpsstöðinni .

Hann sagði að deilur á bakvið tjöldin hafi orðið til þess að hann yfirgaf myndirnar eftir fyrstu myndina, og hann er ekki sáttur.  Samkvæmt leikaranum þá var hann svikinn af Downey Jr. eða eins og hann orðar það;  „persónunni sem ég hjálpaði að verða Iron Man.“

„Það kom í ljós að persónan sem ég hjálpaði að verða Iron Man, þegar við vorum að semja um mynd númer tvö, tók peninginn sem ég átti að fá og ýtti mér út,“ sagði Howard.

Howard lék í fyrstu Iron Man myndinni hlutverk James „Rhodey“ Roades, liðsforingjann sem vann fyrir yfirvöld og átti sinn eigin járnbúning frá Tony Stark sem kallaður var War Machine.

House of Lies leikarinn Don Cheadle tók við hlutverki Howard í myndum 2 og 3. Iron Man myndirnar hafa malað gull, en tekjur af þeim nema nú um tveimur milljörðum Bandaríkjadala.