Doctor Strange vill McAdams

true-detectrive-rachel-mcadamsTrue Detective leikkonan Rachel McAdams hefur staðfest að hún eigi í viðræðum um að leika aðal kvenhlutverkið í Marvel myndinni Doctor Strange. McAdams sagði í samtali við LA Times að viðræðurnar væru skammt á veg komnar, en hún sé að velta fyrir sér að vera með í myndinni.

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch hefur nú þegar staðfest þátttöku.

Leikstjóri verður Scott Derrickson og Jon Spaihts skrifar handrit.

Doctor Strange er eftir þá Stan Lee og Steve Ditko. Strange er taugaskurðlæknir en breytist í ofurhetju sem verndar Jörðina gegn yfirnáttúrulegum öflum, og notar til þess galdra, dulræna hæfileika og austurlenskar bardagakúnstir.

Tilda Swinton og Chiwetel Ejiofor munu einnig leika stór hlutverk í myndinni.

Talið er að Ejiofor muni leika Baron Mordo, óvin Doctor Strange.