Disneypenni skrifar Star Wars 7

Handritshöfundurinn Michael Arndt, sem skrifaði handritið að teiknimyndinni Toy Story 3, og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir vikið, og vann Óskarinn fyrir handrit sitt að Little Miss Sunshine, á að skrifa handritið að næstu Star Wars mynd, Star Wars Episode 7. Lucasfilm staðfesti þetta í gær, föstudag.

Arndt hefur nú þegar skrifað 40-50 blaðsíðna uppkast að handriti myndarinnar.

Orðrómur er síðan enn á kreiki um að Carrie Fisher og Mark Hamill komi við sögu í nýju myndinni, en þó ekki í hlutverkum Leiu prinsessu og Loga geimgengils, sem þau léku í þremur fyrstu myndunum.