Disney ævintýrið heillaði

Disney ævintýramyndin Aladdin, um þjófinn og „strætisrottuna“ Aladdin, Jasmín prinsessu og bláa andann í glasinu, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, og ýtti þar með John Wick: Chapter 3 – Parabellum niður í annað sæti listans.

Þriðja sætið er svo skipað Pokémoninum Pikachu, í Pokémon: Detective Pikachu.

Tvær nýjar kvikmyndir eru á listanum að þessu sinni. Ofurhetju-hrollvekjan Brightburn fór beint í fimmta sæti listans, og beint í 16. sætið fór If Beale Street Could Talk , en Regina King fékk Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: