Disaster Movie plaköt!

Þá eru komin fyrstu plakötin fyrir hina væntanlegu „slysamynd“ sem ber einfaldlega nafnið Disaster Movie. Þessi titill er sjálfsagt viðeigandi, ekki bara vegna þess að myndin er stórt skot á Hollywood stórslysamyndir (The Day after Tomorrow o.s.frv.), heldur eru leikstjórar myndarinnar þeir sömu og gerðu Date Movie, Epic Movie og nú síðast Meet the Spartans.

Eitthvað fer maður nú að efast um færni þeirra í starfi sínu þar sem að þeir gera myndir sínar greinilega í miklu flýti, enda kom Meet the Spartans bara út núna í febrúar á þessu ári og er áætlað að Disaster Movie komi í bíó í lok ágúst.