Die Hard stjóri í djeilið?

Die Hard leikstjórinn John McTiernan gæti verið á leið í fangelsi eftir að hann játaði sig sekan – í annað sinn – í máli sem tengist rannsókn á þekktum einkaspæjara sem vann fyrir ríka og fræga fólkið í Hollywood. McTiernan er einnig þekktur fyrir að leikstýra The Hunt for Red October,m.a.

McTiernan viðurkenndi í gær að hafa logið að alríkislögreglunni F.B.I. og að dómara í tengslum við rannsókn á máli spæjarans, sem heitir Anthony Pellicano, að því er fréttastofan The Associated Press segir frá. McTiernan gæti fengið eins árs fangelsis dóm.

Leikstjórinn lýsti sig sekan um það fyrir fjórum árum að ljúga að lögreglufulltrúum, en fékk síðan vitnisburðinn ógiltan. Pellicano var dæmdur í 15 ára fangelsi í desember árið 2008 fyrir ólöglegar hleranir.