Dice Clay og Baldwin á fyrstu myndum úr Blue Jasmine Allens

Hinn afkastamikli leikstjóri Woody Allen er með nýja mynd í vinnslu, nema hvað. Næsta mynd leikstjórans eftir myndina To Rome With Love, sem frumsýnd var á síðasta ári, er myndin Blue Jasmine sem frumsýnd verður í júlí nk.

Vefsíðan The Film Stage hefur birt eftirfarandi „fyrstu“ þrjár myndir úr Blue Jasmine sem er lýst sem „sögu af vandamálum á lokastigi í lífi tískumeðvitaðrar húsmóður í New York.“

Eins og sést á myndunum þá er leikaravalið forvitnilegt eins og oft áður hjá Woody Allen.  Á efstu myndinni má til dæmis sjá Alec Baldwin, sem hefur áður leikið í mynd eftir Allen, ásamt Bobby Cannavale og gamanleikaranum Andrew Dice Clay. Einnig leika í myndinni þau Louis C.K., Peter Sarsgaard, Cate Blanchett, Sally Hawkins og Michael Stuhlbarg.

Blue Jasmine kemur í bíó í Bandaríkjunum 26. júlí nk.