Ryan Reynolds mun leika Deadpool í samnefndri mynd, eða X-Men Origins: Deadpool, en hann lék hann einmitt í myndinni X-Men Origins: Wolverine. Þetta staðfesti Reynolds nýlega þegar hann var að kynna myndina The Proposal í London.
Hann segir að stúdíóið sé núna að leita að leikstjóra en takmarkið sé að halda söguþræðinum sem nálægast myndasögunum. Eitt af því sem Deadpool gerði í myndasögunum var að rjúfa fjórða múrinn, það er þegar persóna talar beint við áhorfendur. En Reynolds segir að hann vilji pottþétt sjá Deadpool gera það í myndinni.
Aðdáendur Deadpool eru almennt ánægðir að Reynolds leiki Deadpool þar sem hann sjálfur er harður aðdáandi teiknimyndasagnanna… en þeir eru minna hrifnir af því að rjúfa fjórða múrinn, sem hefur sjaldan gefið góða raun í kvikmyndum.


